Viðskipti innlent

Kröfuhafar misskilja málið: Eygja von um betri heimtur

Landsbankinn. Erlendir fjárfestar virðast telja að ríkisstjórnin ætli ekki að standa við Icesave-skuldbindinguna og vænta þess að fá meira upp í kröfur. Fréttablaðið/Arnþór
Landsbankinn. Erlendir fjárfestar virðast telja að ríkisstjórnin ætli ekki að standa við Icesave-skuldbindinguna og vænta þess að fá meira upp í kröfur. Fréttablaðið/Arnþór

Virði krafna í bú gamla Landsbankans hefur hækkað um tuttugu prósent frá því á þriðjudag eftir að forsetinn neitaði að staðfesta Icesave-lögin.

Fjárfestar höfðu vænst þess að fá á milli fjögur til 4,75 prósent upp í kröfur þegar kröfulýsingarfrestur í þrotabú bankans rann út 30. október. Í gær var krafan, sem endurspeglar væntingar um heimtur, komin í 5,75 prósent og hafa fjárfestar aldrei vænst þess að fá jafn mikið úr búi gamla bankans.

Innan bankageirans segja misskilnings gæta í röðum fjárfesta, sem margir eru erlendir, enda eygi þeir nú von um að ríkið standi ekki við Icesave-skuldbindingarnar. Við það falla Icesave-kröfur í flokk með almennum kröfum og fá þeir því meira fyrir sinn snúð. - jab










Fleiri fréttir

Sjá meira


×