Umfjöllum: KR-ingar settu í skotgírinn gegn nýliðum Hauka Jón Júlíus Karlsson skrifar 17. október 2010 22:31 Semaj Inge mætti á sinn gamla heimavöll í kvöld. Mynd/Anton KR-ingar höfðu betur gegn nýliðum Hauka í 3. umferð Iceland Express deild karla, 93-83, í DHL-Höllinn í kvöld. KR-ingar voru lengi í gang og máttu hafa sig alla við gegn spræku liði Hauka sem barðist af krafti. KR-ingar byrjuðu leikinn betur og leiddi eftir fyrsta leikhluta, 23-16. Haukar börðust vel í öðrum leikhluta og náðu að minnka muninn um tvö stig áður en flautað var til hálfleiks. Staðan í hálfleik var 41-36 fyrir heimamönnum en fyrrum leikmaður KR og núverandi leikmaður Hauka, Semaj Inge, var heitur og setti niður 16 stig í fyrri hálfleik. Haukar héldu uppteknum hætti í þriðja leikhluta og fór um marga stuðningsmenn KR þegar Haukar komust yfir um miðjan leikhlutann. Liðin skiptust á um forystuna þar til að Inge átti lokaorðið með góðu skoti og tryggði Haukum eins stigs forystu fyrir lokaleikhlutann 63-64. Það var frábær kafli KR-inga um miðjan lokaleikhlutann sem skildi á milli liðanna þegar upp var staðið. Ólafur Már Ægisson kveikti í heimamönnum með góðri innkomu og settu KR-ingar niður sex þrista í röð. Þar með náðu þeir góðri forystu sem þeir létu ekki af hendi. Eftir þennan kafla var sigur KR-inga aldrei í hættu og sigruðu, 93-83. Haukar sýndu að þeir geta á góðum degi strítt hvaða liði sem er og fengu KR-ingar að finna fyrir því í kvöld. Haukar hreinlega svæfðu KR með hægri spilamennsku og náðu að stjórna leiknum. KR-ingar fundu taktinn fyrir utan þriggja stiga línuna þegar á reyndi en ekki er hægt að segja að frammistaða þeirra í kvöld hafi verið sannfærandi. Það var ekki fyrr en KR-ingar keyrðu upp hraðann undir lok leiksins að þeir sýndu sitt rétta andlit.KR-Haukar 93-83 (23-16, 18-20, 22-28, 30-19)KR: Pavel Ermolinskij 20 (18 fráköst, 9 stoðsendingar), Marcus Walker 16, Finnur Atli Magnússon 15 (6 fráköst), Brynjar Þór Björnsson 13 (4 fráköst), Fannar Ólafsson 11 (7 fráköst), Ólafur Már Ægisson 8, Jón Orri Kristjánsson 5, Skarphéðinn Freyr Ingason 5.Haukar: Semaj Inge 28 (8 fráköst, 6 stolnir), Gerald Robinson 23 (12 fráköst), Sævar Ingi Haraldsson 12 (5 fráköst, 8 stoðsendingar), Óskar Ingi Magnússon 9, Örn Sigurðarson 8, Davíð Páll Hermannsson 2, Sveinn Ómar Sveinsson 1. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hrafn: Hlaut að koma að því að skotin færu niður „Það er gott að ná sigri og maður má aldrei gleyma því að hafa gaman af því að vinna, sama hversu sterkur sem mótherjinn er,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR-ingar eftir sigur sinna manna gegn nýliðum Hauka í DHL-Höllinni í kvöld, 93-83. 17. október 2010 22:25 Óskar Ingi: Lékum illa í fjórar mínútur „Við gefum öllum liðum hörkuleik. Munurinn á liðinum liggur í þessum kafla þegar KR setti hreinlega allt niður fyrir utan þriggja stiga línuna. Það var erfitt að koma tilbaka eftir það,“ sagði Óskar Ingi Magnússon, fyrirliði Hauka eftir tap gegn KR í DHL-Höllinni í kvöld, 93-83. 17. október 2010 22:27 Mest lesið Leik lokið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira
KR-ingar höfðu betur gegn nýliðum Hauka í 3. umferð Iceland Express deild karla, 93-83, í DHL-Höllinn í kvöld. KR-ingar voru lengi í gang og máttu hafa sig alla við gegn spræku liði Hauka sem barðist af krafti. KR-ingar byrjuðu leikinn betur og leiddi eftir fyrsta leikhluta, 23-16. Haukar börðust vel í öðrum leikhluta og náðu að minnka muninn um tvö stig áður en flautað var til hálfleiks. Staðan í hálfleik var 41-36 fyrir heimamönnum en fyrrum leikmaður KR og núverandi leikmaður Hauka, Semaj Inge, var heitur og setti niður 16 stig í fyrri hálfleik. Haukar héldu uppteknum hætti í þriðja leikhluta og fór um marga stuðningsmenn KR þegar Haukar komust yfir um miðjan leikhlutann. Liðin skiptust á um forystuna þar til að Inge átti lokaorðið með góðu skoti og tryggði Haukum eins stigs forystu fyrir lokaleikhlutann 63-64. Það var frábær kafli KR-inga um miðjan lokaleikhlutann sem skildi á milli liðanna þegar upp var staðið. Ólafur Már Ægisson kveikti í heimamönnum með góðri innkomu og settu KR-ingar niður sex þrista í röð. Þar með náðu þeir góðri forystu sem þeir létu ekki af hendi. Eftir þennan kafla var sigur KR-inga aldrei í hættu og sigruðu, 93-83. Haukar sýndu að þeir geta á góðum degi strítt hvaða liði sem er og fengu KR-ingar að finna fyrir því í kvöld. Haukar hreinlega svæfðu KR með hægri spilamennsku og náðu að stjórna leiknum. KR-ingar fundu taktinn fyrir utan þriggja stiga línuna þegar á reyndi en ekki er hægt að segja að frammistaða þeirra í kvöld hafi verið sannfærandi. Það var ekki fyrr en KR-ingar keyrðu upp hraðann undir lok leiksins að þeir sýndu sitt rétta andlit.KR-Haukar 93-83 (23-16, 18-20, 22-28, 30-19)KR: Pavel Ermolinskij 20 (18 fráköst, 9 stoðsendingar), Marcus Walker 16, Finnur Atli Magnússon 15 (6 fráköst), Brynjar Þór Björnsson 13 (4 fráköst), Fannar Ólafsson 11 (7 fráköst), Ólafur Már Ægisson 8, Jón Orri Kristjánsson 5, Skarphéðinn Freyr Ingason 5.Haukar: Semaj Inge 28 (8 fráköst, 6 stolnir), Gerald Robinson 23 (12 fráköst), Sævar Ingi Haraldsson 12 (5 fráköst, 8 stoðsendingar), Óskar Ingi Magnússon 9, Örn Sigurðarson 8, Davíð Páll Hermannsson 2, Sveinn Ómar Sveinsson 1.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hrafn: Hlaut að koma að því að skotin færu niður „Það er gott að ná sigri og maður má aldrei gleyma því að hafa gaman af því að vinna, sama hversu sterkur sem mótherjinn er,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR-ingar eftir sigur sinna manna gegn nýliðum Hauka í DHL-Höllinni í kvöld, 93-83. 17. október 2010 22:25 Óskar Ingi: Lékum illa í fjórar mínútur „Við gefum öllum liðum hörkuleik. Munurinn á liðinum liggur í þessum kafla þegar KR setti hreinlega allt niður fyrir utan þriggja stiga línuna. Það var erfitt að koma tilbaka eftir það,“ sagði Óskar Ingi Magnússon, fyrirliði Hauka eftir tap gegn KR í DHL-Höllinni í kvöld, 93-83. 17. október 2010 22:27 Mest lesið Leik lokið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira
Hrafn: Hlaut að koma að því að skotin færu niður „Það er gott að ná sigri og maður má aldrei gleyma því að hafa gaman af því að vinna, sama hversu sterkur sem mótherjinn er,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR-ingar eftir sigur sinna manna gegn nýliðum Hauka í DHL-Höllinni í kvöld, 93-83. 17. október 2010 22:25
Óskar Ingi: Lékum illa í fjórar mínútur „Við gefum öllum liðum hörkuleik. Munurinn á liðinum liggur í þessum kafla þegar KR setti hreinlega allt niður fyrir utan þriggja stiga línuna. Það var erfitt að koma tilbaka eftir það,“ sagði Óskar Ingi Magnússon, fyrirliði Hauka eftir tap gegn KR í DHL-Höllinni í kvöld, 93-83. 17. október 2010 22:27
Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn
Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn