Umfjöllun: Akureyri valtaði yfir Stjörnuna Hjalti Þór Hreinsson skrifar 12. mars 2010 21:00 Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyringa. Fréttablaðið Leikur Akureyrar á Stjörnunni í N-1 deild karla í handbolta í kvöld var aldrei spennandi. Akureyri vann með fimmtán marka mun og gerði hreinlega lítið úr arfaslökum Garðbæingum. Lokatölur 36-21 sem segir margt um leikinn. Staðan var þó 10-10 eftir jafna byrjun. Stjörnumenn voru raunar tveimur mörkum yfir, Svavar var góður í markinu og vörn Akureyrar hriplek. Þeir byrjuðu í 3-2-1 vörn en skiptu svo yfir í 6-0 vörn sem gerði gæfumuninn. Akureyri leiddi 20-12 í hálfleik. Stjörnumenn léku vel í fimmtán mínútur en skoruðu aðeins ellefu mörk eftir það. Þeir köstuðu boltanum ítrekað frá sér, fengu á sig skref og önnur brot í sókninni og það sást vel að þjálfari liðsins, Patrekur Jóhannesson, átti varla orð yfir mörgum mistakanna. Svo sannarlega byrjendaklassi á liðinu á löngum köflum. Akureyringar fengu vörnina í gang en hún er klárlega aðalsmerki liðsins. Sóknir liðsins eru oft stirðar þegar þeir þurfa að stilla upp en þeir eru með frábært hraðaupphlaupslið. Seinni hálfleikur var eiginlega leiðinlegur á að horfa. Hvorugt liðið gaf allt í leikinn en Akureyri vann samt með fimmtán marka mun. Þrátt fyrir ungan aldur liðsins á tímabili var Akureyri alltaf miklu betra liðið í seinni hálfleiknum. Bergvin Gíslason kom sterkur inn og Geir Guðmundsson var góður. Hinn síungi Hafþór Einarsson lokaði markinu líka vel í seinni hálfleik. Oddur Gretarsson var enn og aftur í sérklassa, þessi frábæri leikmaður tók ekkert aukalega fyrir að skora tólf mörk í kvöld. Stjörnumenn geta þakkað Svavari Ólafssyni markmanni fyrir að hafa varið vel. Hann bjargaði liðinu frá 20 marka tapi. Niðurlægingin engu að síður algjör. Stjarnan berst nú fyrir lífi sínu í deildinni. Neðsta liðið fellur, það næst neðsta fer í úrslitakeppni um sæti í deildinni, en liðið í sjötta sæti bjargar sér. Stjarnan er í sjöunda sætinu núna, sitt hvoru megin við Gróttu og Fram. Akureyri er aftur á móti í öðru sætinu, fjórum stigum á eftir Haukum.Akureyri-Stjarnan 36-21 (20-12)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 12/5 (14), Geir Guðmundsson 6 (10), Heimir Örn Árnason 5 (7), Bergvin Gíslason 5 (7), Hörður F. Sigþórsson 4 (8), Halldór Logi Árnason 1 (1), Hreinn Þór Hauksson 1 (1), Guðmundur H. Helgason 1 (2), Árni Þór Sigtryggsson 1 (7).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 12/1 (28) 43%, Hafþór Einarsson 7/1 (11) 64%.Hraðaupphlaup: 12 (Oddur 3, Hörður 3, Bergvin 2, Geir 2, Hreinn, Heimir).Fiskuð víti: 4 (Hörður 2, Jónatan, Hreinn).Utan vallar: 14 mín.Mörk Stjörnunnar (skot): Tandri Konráðsson 4 (7), Víglundur Þórsson 3/3 (10/4), Þórólfur Nielsen 3/2 (12/3), Daníel Einarsson 3 (5), Sverrir Eyjólfsson 2 (4), Kristján Kristjánsson 2 (5), Jón Arnar Jónsson 2 (6), Sigurður Helgason 1 (1).Varin skot: Svavar Már Ólafsson 20 (50) 40%, Viktor Alex 1 (7) 14%Hraðaupphlaup: 3 (Kristján, Sigurður, Daníel).Fiskuð víti: 6 (Þórólfur 2, Víglundur 2, Sigurður, Daníel).Utan vallar: 8 mín.Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Mjög góðir. Olís-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
Leikur Akureyrar á Stjörnunni í N-1 deild karla í handbolta í kvöld var aldrei spennandi. Akureyri vann með fimmtán marka mun og gerði hreinlega lítið úr arfaslökum Garðbæingum. Lokatölur 36-21 sem segir margt um leikinn. Staðan var þó 10-10 eftir jafna byrjun. Stjörnumenn voru raunar tveimur mörkum yfir, Svavar var góður í markinu og vörn Akureyrar hriplek. Þeir byrjuðu í 3-2-1 vörn en skiptu svo yfir í 6-0 vörn sem gerði gæfumuninn. Akureyri leiddi 20-12 í hálfleik. Stjörnumenn léku vel í fimmtán mínútur en skoruðu aðeins ellefu mörk eftir það. Þeir köstuðu boltanum ítrekað frá sér, fengu á sig skref og önnur brot í sókninni og það sást vel að þjálfari liðsins, Patrekur Jóhannesson, átti varla orð yfir mörgum mistakanna. Svo sannarlega byrjendaklassi á liðinu á löngum köflum. Akureyringar fengu vörnina í gang en hún er klárlega aðalsmerki liðsins. Sóknir liðsins eru oft stirðar þegar þeir þurfa að stilla upp en þeir eru með frábært hraðaupphlaupslið. Seinni hálfleikur var eiginlega leiðinlegur á að horfa. Hvorugt liðið gaf allt í leikinn en Akureyri vann samt með fimmtán marka mun. Þrátt fyrir ungan aldur liðsins á tímabili var Akureyri alltaf miklu betra liðið í seinni hálfleiknum. Bergvin Gíslason kom sterkur inn og Geir Guðmundsson var góður. Hinn síungi Hafþór Einarsson lokaði markinu líka vel í seinni hálfleik. Oddur Gretarsson var enn og aftur í sérklassa, þessi frábæri leikmaður tók ekkert aukalega fyrir að skora tólf mörk í kvöld. Stjörnumenn geta þakkað Svavari Ólafssyni markmanni fyrir að hafa varið vel. Hann bjargaði liðinu frá 20 marka tapi. Niðurlægingin engu að síður algjör. Stjarnan berst nú fyrir lífi sínu í deildinni. Neðsta liðið fellur, það næst neðsta fer í úrslitakeppni um sæti í deildinni, en liðið í sjötta sæti bjargar sér. Stjarnan er í sjöunda sætinu núna, sitt hvoru megin við Gróttu og Fram. Akureyri er aftur á móti í öðru sætinu, fjórum stigum á eftir Haukum.Akureyri-Stjarnan 36-21 (20-12)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 12/5 (14), Geir Guðmundsson 6 (10), Heimir Örn Árnason 5 (7), Bergvin Gíslason 5 (7), Hörður F. Sigþórsson 4 (8), Halldór Logi Árnason 1 (1), Hreinn Þór Hauksson 1 (1), Guðmundur H. Helgason 1 (2), Árni Þór Sigtryggsson 1 (7).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 12/1 (28) 43%, Hafþór Einarsson 7/1 (11) 64%.Hraðaupphlaup: 12 (Oddur 3, Hörður 3, Bergvin 2, Geir 2, Hreinn, Heimir).Fiskuð víti: 4 (Hörður 2, Jónatan, Hreinn).Utan vallar: 14 mín.Mörk Stjörnunnar (skot): Tandri Konráðsson 4 (7), Víglundur Þórsson 3/3 (10/4), Þórólfur Nielsen 3/2 (12/3), Daníel Einarsson 3 (5), Sverrir Eyjólfsson 2 (4), Kristján Kristjánsson 2 (5), Jón Arnar Jónsson 2 (6), Sigurður Helgason 1 (1).Varin skot: Svavar Már Ólafsson 20 (50) 40%, Viktor Alex 1 (7) 14%Hraðaupphlaup: 3 (Kristján, Sigurður, Daníel).Fiskuð víti: 6 (Þórólfur 2, Víglundur 2, Sigurður, Daníel).Utan vallar: 8 mín.Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Mjög góðir.
Olís-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira