Skuldadagar í Helguvík 14. september 2010 06:00 Sigmundur Einarsson jarðfræðingur skrifar grein í Fréttablaðið 10. september 2010 undir fyrirsögninni „Komið að skuldadögum í Helguvík". Í greininni segir m.a.: „Af einhverjum ástæðum sá Skipulagsstofnun ekki ástæðu til að taka afstöðu til ofangreindrar umsagnar Orkustofnunar í áliti sínu um mat á umhverfisáhrifum Reykjanesvirkjunar." Sigmundur taldi að umsögn Orkustofnunar sýndi að hugmyndir HS Orku um stækkun Reykjanesvirkjunar hafi frá upphafi verið óraunsæjar. Skipulagsstofnun vill vekja athygli á því að stofnunin tók í áliti sínu um mat á umhverfisáhrifum stækkunar Reykjanesvirkjunar í júlí 2009 undir margt af því sem fram kom í umsögn Orkustofnunar við frummatsskýrslu HS Orku, auk þess sem atriði úr umsögninni voru ítarlega reifuð. Hins vegar var það staðreynd sem stofnunin benti á í álitinu að í frummatsskýrslu kæmi fram augljós skoðanamunur milli jarðhitasérfræðinga HS Orku annars vegar og Orkustofnunar hins vegar. Skoðanamunur væri um veigamikla þætti er vörðuðu þau áhrif sem vinnsla hefði haft á jarðhitakerfið frá því að Reykjanesvirkjun var gangsett árið 2006 og frekari áhrif fyrirhugaðrar stækkunar virkjunarinnar. Að áliti Skipulagsstofunar var stofnuninni gert erfitt um vik að leggja mat á hver yrðu raunveruleg áhrif stækkunarinnar á jarðhitaauðlindina í ljósi þessa ágreinings og þeirrar miklu óvissu sem óhjákvæmilega væri til staðar um áhrif stækkunar Reykjanesvirkjunar á jarðhitakerfið. Stofnunin taldi því eðlilegt að frekari umfjöllun um áhrif stækkunarinnar á auðlindina þyrfti að fara fram við leyfisumsóknir HS Orku til Orkustofnunar og svo virðist sem að sú umfjöllun eigi sér nú stað í leyfisferli fyrirtækisins hjá Orkustofnun. Skipulagsstofnun vill jafnframt benda á að í álitinu fjallaði stofnunin um áhrif af þeirri vinnslustefnu sem viðgengist hefur frá því að Reykjanesvirkjun var gangsett, slík vinnsla væri ágeng en ekki sjálfbær og kynni að hafa í för með sér að draga yrði úr vinnslu eftir tiltekið tímabil. Þetta gæti haft í för með sér að mati Skipulagsstofnunar að þess yrði sífellt freistað að stækka vinnslusvæði til að auka við vinnsluna eða mæta dvínandi afköstum borhola svo raforkuframleiðsla gæti haldist óbreytt. Einnig taldi stofnunin að ágeng vinnsla væri til þess fallin að auka ásókn orkufyrirtækja inn á ný og oft ósnortin háhitasvæði. Rut Kristinsdóttir sviðsstjóri umhverfissviðs Skipulagsstofnunar. Í grein sinni víkur Sigmundur einnig að því að Skipulagsstofnun og umhverfisráðuneyti hafi hafnað kröfu um sameiginlegt mat fyrir framkvæmdir tengdar byggingu álvers í Helguvík. Kröfur um sameiginlegt mat álvers í Helguvík við tengdar framkvæmdir hafa oftar en einu sinni komið til kasta Skipulagsstofnunar. Lokaniðurstaða um slíkt mat birtist í úrskurði umhverfisráðherra í lok janúar 2010 þar sem ekki var fallist á þá kröfu að svokallaðar Suðvesturlínur yrðu metnar með tengdum framkvæmdum, m.a. þeim mögulegu virkjanakostum sem ættu að veita álveri í Helguvík orku. Þar var m.a. tekið undir þann rökstuðning sem áður hafði komið í ákvörðunum Skipulagsstofnunar 25. mars og 30. október 2009 sem byggði m.a. á ákvæðum laga um mat á umhverfisáhrifum, en skv. þeim taldi stofnunin að ekki væri hægt að líta svo á að framkvæmd gæti talist „fyrirhuguð" í skilningi 2. mgr. 5. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum, fyrr en framkvæmdaraðili gæti lagt fram tillögu að matsáætlun. Því gæti orkuvinnsla á hugmyndastigi, sem þó væri tilgreind sem möguleg uppspretta orku fyrir álver í Helguvík ekki orðið hluti af sameiginlegu mati umhverfisáhrifa. Skipulagsstofnun bendir á að búið var að taka ákvarðanir um uppbyggingu orkufreks iðnaðar víða á Reykjanesi áður en fyllilega var ljóst hvaðan hann myndi fá orku og áform um ýmsa virkjanakosti komin mun skemur á veg en uppbygging iðnaðar og flutningskerfis fyrir raforku. Skipulagsstofnun telur að það hljóti að vera æskilegt við undirbúning ákvarðana um uppbyggingu orkufrekrar starfsemi að fyrir liggi upplýsingar og skýr heildarsýn og stefna um hvaðan slík starfsemi sæki orku, en með tilliti til þeirra skilyrða sem ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum setja, telur stofnunin ljóst að þau ákvæði nýtast ekki sem stjórntæki til að fá fram slíka sýn. Þar þyrfti að koma til skýr stefna stjórnvalda á landsvísu og sveitarfélaga varðandi nýtingu vatnsorku og jarðvarma og uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Sigmundur Einarsson jarðfræðingur skrifar grein í Fréttablaðið 10. september 2010 undir fyrirsögninni „Komið að skuldadögum í Helguvík". Í greininni segir m.a.: „Af einhverjum ástæðum sá Skipulagsstofnun ekki ástæðu til að taka afstöðu til ofangreindrar umsagnar Orkustofnunar í áliti sínu um mat á umhverfisáhrifum Reykjanesvirkjunar." Sigmundur taldi að umsögn Orkustofnunar sýndi að hugmyndir HS Orku um stækkun Reykjanesvirkjunar hafi frá upphafi verið óraunsæjar. Skipulagsstofnun vill vekja athygli á því að stofnunin tók í áliti sínu um mat á umhverfisáhrifum stækkunar Reykjanesvirkjunar í júlí 2009 undir margt af því sem fram kom í umsögn Orkustofnunar við frummatsskýrslu HS Orku, auk þess sem atriði úr umsögninni voru ítarlega reifuð. Hins vegar var það staðreynd sem stofnunin benti á í álitinu að í frummatsskýrslu kæmi fram augljós skoðanamunur milli jarðhitasérfræðinga HS Orku annars vegar og Orkustofnunar hins vegar. Skoðanamunur væri um veigamikla þætti er vörðuðu þau áhrif sem vinnsla hefði haft á jarðhitakerfið frá því að Reykjanesvirkjun var gangsett árið 2006 og frekari áhrif fyrirhugaðrar stækkunar virkjunarinnar. Að áliti Skipulagsstofunar var stofnuninni gert erfitt um vik að leggja mat á hver yrðu raunveruleg áhrif stækkunarinnar á jarðhitaauðlindina í ljósi þessa ágreinings og þeirrar miklu óvissu sem óhjákvæmilega væri til staðar um áhrif stækkunar Reykjanesvirkjunar á jarðhitakerfið. Stofnunin taldi því eðlilegt að frekari umfjöllun um áhrif stækkunarinnar á auðlindina þyrfti að fara fram við leyfisumsóknir HS Orku til Orkustofnunar og svo virðist sem að sú umfjöllun eigi sér nú stað í leyfisferli fyrirtækisins hjá Orkustofnun. Skipulagsstofnun vill jafnframt benda á að í álitinu fjallaði stofnunin um áhrif af þeirri vinnslustefnu sem viðgengist hefur frá því að Reykjanesvirkjun var gangsett, slík vinnsla væri ágeng en ekki sjálfbær og kynni að hafa í för með sér að draga yrði úr vinnslu eftir tiltekið tímabil. Þetta gæti haft í för með sér að mati Skipulagsstofnunar að þess yrði sífellt freistað að stækka vinnslusvæði til að auka við vinnsluna eða mæta dvínandi afköstum borhola svo raforkuframleiðsla gæti haldist óbreytt. Einnig taldi stofnunin að ágeng vinnsla væri til þess fallin að auka ásókn orkufyrirtækja inn á ný og oft ósnortin háhitasvæði. Rut Kristinsdóttir sviðsstjóri umhverfissviðs Skipulagsstofnunar. Í grein sinni víkur Sigmundur einnig að því að Skipulagsstofnun og umhverfisráðuneyti hafi hafnað kröfu um sameiginlegt mat fyrir framkvæmdir tengdar byggingu álvers í Helguvík. Kröfur um sameiginlegt mat álvers í Helguvík við tengdar framkvæmdir hafa oftar en einu sinni komið til kasta Skipulagsstofnunar. Lokaniðurstaða um slíkt mat birtist í úrskurði umhverfisráðherra í lok janúar 2010 þar sem ekki var fallist á þá kröfu að svokallaðar Suðvesturlínur yrðu metnar með tengdum framkvæmdum, m.a. þeim mögulegu virkjanakostum sem ættu að veita álveri í Helguvík orku. Þar var m.a. tekið undir þann rökstuðning sem áður hafði komið í ákvörðunum Skipulagsstofnunar 25. mars og 30. október 2009 sem byggði m.a. á ákvæðum laga um mat á umhverfisáhrifum, en skv. þeim taldi stofnunin að ekki væri hægt að líta svo á að framkvæmd gæti talist „fyrirhuguð" í skilningi 2. mgr. 5. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum, fyrr en framkvæmdaraðili gæti lagt fram tillögu að matsáætlun. Því gæti orkuvinnsla á hugmyndastigi, sem þó væri tilgreind sem möguleg uppspretta orku fyrir álver í Helguvík ekki orðið hluti af sameiginlegu mati umhverfisáhrifa. Skipulagsstofnun bendir á að búið var að taka ákvarðanir um uppbyggingu orkufreks iðnaðar víða á Reykjanesi áður en fyllilega var ljóst hvaðan hann myndi fá orku og áform um ýmsa virkjanakosti komin mun skemur á veg en uppbygging iðnaðar og flutningskerfis fyrir raforku. Skipulagsstofnun telur að það hljóti að vera æskilegt við undirbúning ákvarðana um uppbyggingu orkufrekrar starfsemi að fyrir liggi upplýsingar og skýr heildarsýn og stefna um hvaðan slík starfsemi sæki orku, en með tilliti til þeirra skilyrða sem ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum setja, telur stofnunin ljóst að þau ákvæði nýtast ekki sem stjórntæki til að fá fram slíka sýn. Þar þyrfti að koma til skýr stefna stjórnvalda á landsvísu og sveitarfélaga varðandi nýtingu vatnsorku og jarðvarma og uppbyggingu orkufreks iðnaðar.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun