Button: Pressa á Webber í næstu mótum 8. október 2010 10:58 Jessica Mishibata og Jenson Button eru kærustupar, en hún er fyrirsæta og ættuð frá Japan. Mynd: Getty Images Heimsmeistarinn Jenson Button hjá McLaren er meðal fimm ökumanna sem á möguleika á meistaratitilinum í Formúlu 1. Hann keppir á Suzuka brautinni í Japan um helgina, en hann á einmitt japanska kærustu, fyrisætu sem heitir Jessica Mishibata. Button hefur reynslu af titilbaráttunni og telur að álag verði á Mark Webber á Red Bull sem er með 11 stiga forskot í stigamóti ökumanna, þegar fjórum mótum er ólokið. "Það eru margir hæfileikaríkir ökumenn í Formúlu 1 og þegar álagið er mikið þá er möguleiki á mistökum. Það gæti gert gæfumuninn. Við segjum allir að Lewis Hamilton, Fernando Alonso og ég hafi reynsluna. Við höfum allir unnið meistaratitilinn, þannig að kannski er minni pressa á okkur. Ég veit það ekki, en sjálfur er ég afslappaðri en í fyrra", sagði Button við fréttamenn í Japan samkvæmt frétt á autosport.com. "Mark er í forystuhlutverki og hefur unnið hörðum höndum að því marki, en það fylgir þessu mikið álag. Ég ber fulla virðingu fyrir Mark, hann er hæfileikaríkur, en hefur aldrei verið í þessari stöðu. Við sjáum hvernig hann bregst við álaginu í næstu mótum. Liðsfélagi hans (Sebastian Vettel) er fljótur og er að reyna krafsa af honum stig. Það verður því hasar framundan." "Þetta snýst um að halda bílnum í lagi og fá ekki á hann dekkjaför (frá öðrum), keyra að á ystu nöf og ná sem flestum stigum. Þetta er vandasamt samspil en skemmtilegt. Við vitum að Red Bull bíllinn er fljótur á svona brautum og Ferrari hefur bætt sig og hafa verið sterkir í tveimur síðustu mótum. En við erum með nýjungar sem ættu að virka vel", sagði Button. Vettel og Webber voru fljótastir á tveimur æfingum í nótt, en sýnt verður frá þeim á Stöð 2 Sport kl. 21.10 í kvöld. Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Heimsmeistarinn Jenson Button hjá McLaren er meðal fimm ökumanna sem á möguleika á meistaratitilinum í Formúlu 1. Hann keppir á Suzuka brautinni í Japan um helgina, en hann á einmitt japanska kærustu, fyrisætu sem heitir Jessica Mishibata. Button hefur reynslu af titilbaráttunni og telur að álag verði á Mark Webber á Red Bull sem er með 11 stiga forskot í stigamóti ökumanna, þegar fjórum mótum er ólokið. "Það eru margir hæfileikaríkir ökumenn í Formúlu 1 og þegar álagið er mikið þá er möguleiki á mistökum. Það gæti gert gæfumuninn. Við segjum allir að Lewis Hamilton, Fernando Alonso og ég hafi reynsluna. Við höfum allir unnið meistaratitilinn, þannig að kannski er minni pressa á okkur. Ég veit það ekki, en sjálfur er ég afslappaðri en í fyrra", sagði Button við fréttamenn í Japan samkvæmt frétt á autosport.com. "Mark er í forystuhlutverki og hefur unnið hörðum höndum að því marki, en það fylgir þessu mikið álag. Ég ber fulla virðingu fyrir Mark, hann er hæfileikaríkur, en hefur aldrei verið í þessari stöðu. Við sjáum hvernig hann bregst við álaginu í næstu mótum. Liðsfélagi hans (Sebastian Vettel) er fljótur og er að reyna krafsa af honum stig. Það verður því hasar framundan." "Þetta snýst um að halda bílnum í lagi og fá ekki á hann dekkjaför (frá öðrum), keyra að á ystu nöf og ná sem flestum stigum. Þetta er vandasamt samspil en skemmtilegt. Við vitum að Red Bull bíllinn er fljótur á svona brautum og Ferrari hefur bætt sig og hafa verið sterkir í tveimur síðustu mótum. En við erum með nýjungar sem ættu að virka vel", sagði Button. Vettel og Webber voru fljótastir á tveimur æfingum í nótt, en sýnt verður frá þeim á Stöð 2 Sport kl. 21.10 í kvöld.
Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira