Innlent

Krefja fjármögnunarfyrirtæki um aðgerðir

Ljóst er að dómur Hæstaréttar mun hafa gríðarleg áhrif.
Ljóst er að dómur Hæstaréttar mun hafa gríðarleg áhrif.
Samtök iðnaðarins hafa sent fjármögnunarfyrirtækjum opið bréf þar sem krafist er aðgerða vegna dóms Hæstaréttar í gengismálinu svokallaða. Samtökin gera þá kröfu að höfuðstólar verði lækkaðir eða lán greidd til baka.

„Samtök iðnaðarins, fyrir hönd félagsmanna sinna, gera þá kröfu að fjármögnunar­fyrirtækin, Lýsing, SP-fjármögnun, Avant og eftir atvikum önnur fjármálafyrirtæki greiði til baka eða lækki höfuðstól þeirra lánasamninga, sem voru gengistryggðir með þeim hætti sem Hæstiréttur hefur dæmt ólögmætt," segir í bréfi samtakanna.

Þar segir jafnframt að samtökin krefjist þess að fyrirtækin geri félagsmönnum Samtaka iðnaðarins grein fyrir því á hvern hátt þau hyggist bæta þeim tjónið sem félagsmenn hafa orðið vegna þessara lánasamninga.

Samtökin gefa fjármögnunarfyrirtækjunum viku í frest til að leggja fram viðbragðsáætlun vegna dómsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×