Innlent

Sakar Jón Gnarr um pólitískar ráðningar

"Jón Gnarr hefur sagst opinberlega ætla að hætta pólitískum ráðningum og draga úr yfirbyggingu. Þess vegna er það undarlegt að meirihlutinn skuli taka þessa ákvörðun," segir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri Grænna, um umdeilda ákvörðun meirihlutans að ráða Harald Flosa Tryggvason sem starfandi stjórnarformann Orkuveitunnar.

Vinstri Grænir og Sjálfstæðisflokkurinn gagnrýna ráðninguna harðlega. Sóley segir það skjóta skökku við að ráðinn sé inn rándýr starfsmaður í fyrirtæki sem stendur höllum fæti. Farið sé á svig við anda nýsamþykktra laga um skil milli starfsfólks og stjórnar.

"Það mun enginn einn maður á fullum launum bjarga þessum vanda. Í fjölskipuðu stjórnvaldi er öll stjórnin sem þarf að vinna að slíkum málum."

Spurð hvort þarna sé um "gnarríska" stjórnarhætti að ræða segir Sóley að: "Þetta eru að minnsta kosti undarleg vinnubrögð."












Tengdar fréttir

Tekist á um Orkuveituna í borgarráði

Minnihlutinn í borgarráði Reykjavíkur mótmælir harðlega þeirri tillögu að stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur verði gerður að starfandi stjórnarformanni og verði þannig hluti af launuðu stjórnendateymi fyrirtækisins. Gangi tillagan eftir fær stjórnarformaðurinn, Haraldur Flosi Tryggvason um 920 þúsund krónur í mánaðarlaun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×