Innlent

Segir lánveitendur undirbúa greiðsluseðla með seðlabankavöxtum

Þór Saari.
Þór Saari.

„Þeir ætla greinilega í stríð," segir Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, á Alþingi í dag þar sem rætt var um áhrif dóms Hæstaréttar um gengistryggingar sem voru dæmdar ólögmætar fyrr í mánuðinum.

Hann sagði fjármálafyrirtækin ætla í stríð við almenning og sagði að fjármálafyrirtækin hafi í bígerð að senda út greiðsluseðla til þeirra sem eru með gengistryggð lán á næstunni þar sem tekið væri mið af vöxtum Seðlabanka Íslands.

Þeir vextir eru um 8 prósent á meðan gengistryggðu lánin eru oftast með vexti á bilinu 2-3 prósent.

„Ég hef ekki heyrt að ríkisstjórnin ætli að taka fyrir hendurnar á fjármálafyrirtækjunum með neinum hætti," segir Þór og sakar ríkisstjórnina um að hafa snúist á sveif með lánveitendum um leið og dómsvaldið snýst á sveif með almenningi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×