Innlent

Gekk með öxi og stal kardimommudropum og bikiní

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur.

Fimmtugur karlmaður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að stela fjórum glösum af kardimommudropum og bikiní. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir að bera öxi á almannafæri þar sem hann gekk eftir Hverfisgötunni í janúar síðastliðnum.

Maðurinn hefur oft hlotið nokkra refsidóma áður. Nú hlaut hann hinsvegar 30 daga skilorðsbundið fangelsi og fellur refsing niður haldi hann skilorð næstu 2 árin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×