Innlent

Sveinn Andri: Ástæða til að óttast klofning í Sjálfstæðisflokknum

Sveinn Andri Sveinsson.
Sveinn Andri Sveinsson.

Sjálfstæðismenn hafa ástæðu til að óttast klofning flokksins verði tillaga um að Ísland dragi umsókn sína um aðild að Evrópusambandinu til baka borin upp á landsfundi flokksins um helgina. Þetta segir Sveinn Andri Sveinsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna.

Mikill kurr er nú meðal Evrópusinnaðra sjálfstæðismanna vegna umræðu um að á landsfundi flokksins verði borin upp sú tillaga að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka.

Sveinn Andri Sveinsson, fyrrverandi borgarfulltrúi sjálfstæðismanna og meðlimur í hreyfingunni Sjálfstæðir Evrópumenn segir hætt við því að tillagan gæti leitt til varanlegs klofnings flokksins.

Segir Sveinn að hugmyndir um stofnun nýs stjórnmálaafls Evrópusinnaðra hægri manna hafa verið til umræðu að undanförnu vegna málsins. 

Hann segir að innan flokksins hafi hingað til verið rúm fyrir skoðanir Evrópusinna og þeirra sem eru mótfallnir aðild Íslands að Evrópusambandinu. Verði það lagt til að tillaga um að umsókn Íslands í sambandið verði dregin til baka sé ljóst að það muni hleypa mjög illu blóði í flokksmenn beggja fylkinga.

Sveinn Andri segir að Sjálfstæðisflokkurinn megi ekki við því miðað við þá stöðu sem hann er í eftir hrun að alið sé á enn meiri klofningi. Hann segist vonast til að ekki komi til klofnings en segir mjög mikilvægt hvernig forysta flokksins heldur á málunum næstu vikur.



Í leiðara Fréttablaðsins í dag fjallar Ólafur Stephenssen ritstjóri blaðsins um stöðu Sjálfstæðisflokksins í tengslum við Evrópumál. Það bendir hann á að Evrópumál séu þess eðils að þau geti klofið flokka. Slíkt hafi til að mynda gerst í norska verkamannaflokksins árið 1972.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×