Innlent

Fundu nær meterslanga eðlu í garði á Selfossi

Tæplega meters löng eðla, sem lögreglunni á Selfossi var vísað á í húsagarði í bænum í gærkvöldi, verður væntanlega aflífuð í dag.

Eigandinn hefur ekki gefið sig fram, enda hefur hann gerst brotlelgur við ýmis lög með innflutningi á henni.

Eðlan er af Iguana ætt, en eðlur þeirrar ættar eru meinlausar grasætur og sumstaðar vinsæl gæludýr.

Eðlan var vistuð í hundabúri á lögreglustöðinni á Selfossi í nótt og þáði grænmeti, sem lögreglumenn gáfu henni.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×