Verðlagning fyrirtækja orðin eðlilegri 2. september 2010 06:00 Kristín Pétursdóttir, einn tveggja stofnenda Auðar Capital, er sátt við tap í erfiðu rekstrarumhverfi.Fréttablaðið/Vilhelm Auður Capital tapaði 26 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Til samanburðar nam tapið á sama tíma í fyrra 55 milljónum. Í uppgjöri fjármálafyrirtækisins sem birt var í gær kemur fram að tekjur fyrirtækisins hafi numið 315 milljónum króna samanborið við 178 milljónir króna árið á undan. Það jafngildir 77 prósenta aukningu á milli ára. Rekstrarkostnaður jókst að sama skapi. Hann nam 327,5 milljónum króna, sem er 42 prósentum meira en í fyrra. Eignir í stýringu hjá Auði Capital námu 27 milljörðum króna í lok júní og er það sextíu prósenta aukning á milli ára. Eigið fé í enda tímabilsins nam 1,1 milljarði og stóð eiginfjárhlutfallið í 85 prósentum. Aukið umfang Auðar Capital endurspeglast ekki síst af því hversu ungt fjármálafyrirtækið er. Auður Capital var stofnað árið 2007 og hóf formlega störf skömmu eftir áramótin 2008. Fjárfestingarsjóðurinn Auður I var settur á laggirnar snemma sama ár með fjárfestingum frá 23 fjárfestum, svo sem helstu lífeyrissjóðum landsins. Eftir því sem næst verður komist hafa þeir greitt þjónustugjöld fyrir eignir í stýringu síðan þá þótt fjárfestingar hafi að mestu legið niðri þar til á þessu ári. Sjóðurinn á nú meðal annars fjarskiptafélagið Tal, heilsuvörubúðina Yggdrasil auk fimmtungshlutar í Securitas og Gagnavörslunni. Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital, er sátt við afkomu félagsins miðað við þær aðstæður sem ríkt hafi í efnahagslífinu. Hún segir ástæðuna fyrir því að fjárfestingar hafi dregist þá að fyrirtæki hafi almennt verið of hátt verðlögð á sama tíma og blikur voru á lofti. Auður Capital hafi því farið sér hægt í upphafi. „Við höfum unnið mjög lengi með næstum öll verkefnin okkar, sum í eitt og hálft ár. En það hefur verið frost á markaðnum og erfitt að ljúka fjárfestingarverkefnum. Það er tilviljun að það losnaði um allt í vor,“ segir Kristín. „Við erum með nokkrar aðrar fjárfestingar sem við höfum unnið að lengi. Þeirri vinnu munum við vonandi ljúka á næstu vikum og mánuðum enda verðlagning fyrirtækja orðin eðlilegri,“ segir hún.- jab Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Auður Capital tapaði 26 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Til samanburðar nam tapið á sama tíma í fyrra 55 milljónum. Í uppgjöri fjármálafyrirtækisins sem birt var í gær kemur fram að tekjur fyrirtækisins hafi numið 315 milljónum króna samanborið við 178 milljónir króna árið á undan. Það jafngildir 77 prósenta aukningu á milli ára. Rekstrarkostnaður jókst að sama skapi. Hann nam 327,5 milljónum króna, sem er 42 prósentum meira en í fyrra. Eignir í stýringu hjá Auði Capital námu 27 milljörðum króna í lok júní og er það sextíu prósenta aukning á milli ára. Eigið fé í enda tímabilsins nam 1,1 milljarði og stóð eiginfjárhlutfallið í 85 prósentum. Aukið umfang Auðar Capital endurspeglast ekki síst af því hversu ungt fjármálafyrirtækið er. Auður Capital var stofnað árið 2007 og hóf formlega störf skömmu eftir áramótin 2008. Fjárfestingarsjóðurinn Auður I var settur á laggirnar snemma sama ár með fjárfestingum frá 23 fjárfestum, svo sem helstu lífeyrissjóðum landsins. Eftir því sem næst verður komist hafa þeir greitt þjónustugjöld fyrir eignir í stýringu síðan þá þótt fjárfestingar hafi að mestu legið niðri þar til á þessu ári. Sjóðurinn á nú meðal annars fjarskiptafélagið Tal, heilsuvörubúðina Yggdrasil auk fimmtungshlutar í Securitas og Gagnavörslunni. Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital, er sátt við afkomu félagsins miðað við þær aðstæður sem ríkt hafi í efnahagslífinu. Hún segir ástæðuna fyrir því að fjárfestingar hafi dregist þá að fyrirtæki hafi almennt verið of hátt verðlögð á sama tíma og blikur voru á lofti. Auður Capital hafi því farið sér hægt í upphafi. „Við höfum unnið mjög lengi með næstum öll verkefnin okkar, sum í eitt og hálft ár. En það hefur verið frost á markaðnum og erfitt að ljúka fjárfestingarverkefnum. Það er tilviljun að það losnaði um allt í vor,“ segir Kristín. „Við erum með nokkrar aðrar fjárfestingar sem við höfum unnið að lengi. Þeirri vinnu munum við vonandi ljúka á næstu vikum og mánuðum enda verðlagning fyrirtækja orðin eðlilegri,“ segir hún.- jab
Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira