Kortavelta sýnir minnkandi samdrátt í einkaneyslu 14. janúar 2010 12:11 Kortavelt á síðasta ársfjórðungi í fyrra sýnir að minnkandi samdráttur er í einkaneyslunni hérlendis og raunar er samdrátturinn minni en spár gerðu ráð fyrir.Fjallað er um málið í Morgunkorni Íslandsbanka. Þar segir að útlit er fyrir að einkaneysla hér á landi hafi dregist saman um 3% á síðasta fjórðungi nýliðins árs, og að í heild hafi samdráttur einkaneyslunnar numið 15% á síðasta ári. Þetta má ráða af nýbirtum tölum Seðlabankans yfir þróun kortaveltu á síðasta ári, en sterk fylgni er milli þróunar hennar og einkaneyslu.Í tölunum kemur fram að kreditkortavelta nam alls 23,4 milljörðum kr. í desember síðastliðnum, en það samsvarar 14,5% hækkun í krónum talið frá jólamánuðinum árið 2008. Sé tekið tillit til breytinga í gengi og innlendu verðlagi var raunaukning kreditkortaveltu ríflega 6% á tímabilinu.Gleggri mynd af neysluhegðun landans í aðdraganda jólanna fæst hins vegar með því að horfa bæði til veltu vegna kreditkorta og debetkorta einstaklinga. Debetkortavelta einstaklinga innanlands í desember síðastliðnum nam 32,6 milljörðum kr. og hækkaði hún í krónum talið um 3,6% frá sama mánuði árið 2008.Að raunvirði minnkaði debetkortaveltan hins vegar um hátt á fjórða prósent á milli ára. Minnkandi debetkortavelta vó því upp aukningu kreditkortaveltunnar, og í heild stóð kortaveltan, reiknuð með þessum hætti, nánast í stað að raunvirði í jólamánuðinum samanborið við sama mánuð árið 2008.Einkaneysla dróst mikið saman á fyrri hluta ársins frá sama tíma í fyrra, en eftir því sem liðið hefur á árið hefur samdrátturinn heldur mildast. Einfalt líkan, þar sem metið er samband raunbreytinga kortaveltu og einkaneyslu, gefur þá niðurstöðu að einkaneysla kunni að hafa dregist saman um u.þ.b. 3% á síðasta ársfjórðungi í fyrra.Reynist sú spá nærri lagi jafngildir það því að einkaneysla hafi skroppið saman um hér um bil 15% á nýliðnu ári. Það er heldur minni samdráttur en gert var ráð fyrir í nýlegum spám fjármálaráðuneytis, Seðlabankans og OECD, en þar var spáð 16-17% samdrætti einkaneyslu á árinu 2009. Engu að síður er hér um afar snarpan samdrátt einkaneyslu að ræða, einkum þegar haft er í huga að einkaneysla dróst einnig saman um nærri 8% árið 2008 frá hinu margfræga neysluári 2007. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Kortavelt á síðasta ársfjórðungi í fyrra sýnir að minnkandi samdráttur er í einkaneyslunni hérlendis og raunar er samdrátturinn minni en spár gerðu ráð fyrir.Fjallað er um málið í Morgunkorni Íslandsbanka. Þar segir að útlit er fyrir að einkaneysla hér á landi hafi dregist saman um 3% á síðasta fjórðungi nýliðins árs, og að í heild hafi samdráttur einkaneyslunnar numið 15% á síðasta ári. Þetta má ráða af nýbirtum tölum Seðlabankans yfir þróun kortaveltu á síðasta ári, en sterk fylgni er milli þróunar hennar og einkaneyslu.Í tölunum kemur fram að kreditkortavelta nam alls 23,4 milljörðum kr. í desember síðastliðnum, en það samsvarar 14,5% hækkun í krónum talið frá jólamánuðinum árið 2008. Sé tekið tillit til breytinga í gengi og innlendu verðlagi var raunaukning kreditkortaveltu ríflega 6% á tímabilinu.Gleggri mynd af neysluhegðun landans í aðdraganda jólanna fæst hins vegar með því að horfa bæði til veltu vegna kreditkorta og debetkorta einstaklinga. Debetkortavelta einstaklinga innanlands í desember síðastliðnum nam 32,6 milljörðum kr. og hækkaði hún í krónum talið um 3,6% frá sama mánuði árið 2008.Að raunvirði minnkaði debetkortaveltan hins vegar um hátt á fjórða prósent á milli ára. Minnkandi debetkortavelta vó því upp aukningu kreditkortaveltunnar, og í heild stóð kortaveltan, reiknuð með þessum hætti, nánast í stað að raunvirði í jólamánuðinum samanborið við sama mánuð árið 2008.Einkaneysla dróst mikið saman á fyrri hluta ársins frá sama tíma í fyrra, en eftir því sem liðið hefur á árið hefur samdrátturinn heldur mildast. Einfalt líkan, þar sem metið er samband raunbreytinga kortaveltu og einkaneyslu, gefur þá niðurstöðu að einkaneysla kunni að hafa dregist saman um u.þ.b. 3% á síðasta ársfjórðungi í fyrra.Reynist sú spá nærri lagi jafngildir það því að einkaneysla hafi skroppið saman um hér um bil 15% á nýliðnu ári. Það er heldur minni samdráttur en gert var ráð fyrir í nýlegum spám fjármálaráðuneytis, Seðlabankans og OECD, en þar var spáð 16-17% samdrætti einkaneyslu á árinu 2009. Engu að síður er hér um afar snarpan samdrátt einkaneyslu að ræða, einkum þegar haft er í huga að einkaneysla dróst einnig saman um nærri 8% árið 2008 frá hinu margfræga neysluári 2007.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira