Erlent

Bandarísk áætlun um loftárásir á Íran

Óli Tynes skrifar
Bandarísk orrustuvél kastar hellaspreengju.
Bandarísk orrustuvél kastar hellaspreengju.

Yfirhershöfðingi Bandaríkjanna í Miðausturlöndum hefur staðfest að gerð hafi verið áætlun um loftárásir á Íran til þess að binda enda á kjarnorkuáætlun þarlendra.

David Petraeus hershöfðingi vildi ekki skýra þetta nánar en taldi nokkuð ljóst að árásirnar myndu skila tilætluðum árangri.

Íranar eru sagðír hafa sett upp mikil loftvarnakerfi við kjarnorkuver sín, sem sum hver eru grafin í jörðu.

Gera má ráð fyrir að í slíkum árásum yrði beitt bæði stýriflaugum og sprengjuflugvélum.

Bandaríkjamenn hafa smíðað svokallaðar hellasprengjur sem grafa sig langt ofan í jörðina áður en þær springa.

Slíkar sprengjur gætu grandað írönskum mannvirkjum neðanjarðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×