Fréttaskýring: Kaupþingsmálið 9. maí 2010 19:44 Ekki er ólíklegt að fleiri handtökur séu handan við hornið í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara á meintum lögbrotum í Kaupþingi. Nú situr Hreiðar Már ásamt Magnúsi Guðmundssyni, forstjóra bankans í Lúxemborg, í gæsluvarðhaldi hér á Litla Hrauni. Grunur leikur á að umfangsmikil lögbrot hafi verið framin innan bankans af stjórnendum hans í aðdraganda hrunsins. Rannsókn á málum tengdum Kaupþingi hófst skömmu eftir hrunið og réðst sérstakur saksóknari í tugi húsleita á síðasta ári vegna hennar. Til rannsóknar er meðal annars tilraunir stjórnenda Kaupþings til að halda gengi bréfa bankans uppi, þar leikur grunur á stórfelldri markaðsmisnotkun. Kaupþing lánaði tugi milljarða króna til eignarhaldsfélaga sem síðan keyptu hlutabréf í bankanum eða skuldatryggingar á bankann. Al-Thani máliðMagnús Guðmundsson (til hægri) sést hér með lögmanni sínum. Magnús var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Mynd/IngólfurAl-Thani málið svokallaða fellur í þennan hóp. Kaupþing lánaði sjeiknum Mohammed Bin Khalifa Al Thani 25 milljarða króna sumarið 2008, og keypti sjeikinn 5% hlut í bankanum. Grunur leikur á að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða. Kaupþingsmenn höfðu skömmu áður en kaupin voru formlega kynnt talað um mikilvægi þess að fá erlenda fjárfesta inn í bankann.Hreiðar Már lét hafa það eftir sér skömmu eftir að viðskiptin gengu í gegn að staða Kaupþings á alþjóðlegum fjármálamörkuðum hefði styrkst mjög við kaup Al-Thanis á hlut í bankanum. Rannsóknarnefnd Alþingis segist ekki sjá að kaup á hlutabréfum í bankanum, fjármögnuð af bankanum sjálfum án neinnar áhættu þess er kaupir styrki stöðu bankans.Grunsamlegar millifærslur frá móðurfélagi Kaupþings á Íslandi inn á erlenda bankareikninga skömmu fyrir hrun teygja anga sína inn í rannsókn sérstaks saksóknara. Litlar sem engar skýringar var að finna á þessum fjármagnsflutningum í gögnum bankans, en heimildir herma að samtals hafi hundrað milljarðar verið fluttir frá Kaupþingi hér á landi inn á erlenda bankareikninga, aðallega í Lúxemborg í aðdraganda hrunsins. Hluti af þessum millifærslum munu vera til komnar vegna áðurnefndra lána í tengslum við hlutabréfakaup í bankanum.Rannsóknin á Kaupþingi byggir að mestu á gögnum úr húsleitum og kærum frá Fjármálaeftirlitinu, ásamt upplýsingum úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.Til rannsóknar er grunur um skjalabrot, auðgunarbrot, brot gegn lögum um verðbréfaviðskipti en þar inn í kemur meint markaðsmisnotkun, og loks brot gegn hlutafélagalögum. Við flestum þessara brota er refishámark fangelsi allt að sex árum, en við skjalafalsi getur legið allt að 8 ára fangelsi.Sum mál eru enn til skoðunar hjá Fjármálaeftirlitinu og ekki komin inn á borð hjá sérstökum saksóknara. Þetta á við um félagið Black Sunshine sem fréttastofa greindi frá fyrir rúmu ári. Það var stofnað í Lúxemborg en inn í það voru flutt skuldabréf sem Kaupþing hafði fjárfest í í gegnum dótturfélag sitt í Bretlandi. Hluti af þeim bréfum tengdust svokölluðum undirmálslánum. Heimildir fréttastofu herma að í stað þess að afskrifa tap vegna skuldabréfanna sem höfðu fallið mikið í verði hafi bankinn flutt tugi milljarða inn í félagið Black Sunshine sem tók við bréfunum. Hreiðar Már hafnar því að stjórnendur Kaupþings hafi reynt að fegra stöðu bankans þegar óveðursský tóku að hrannast upp.Í draumi sérhvers mannsÍ siðferðiskafla Rannsóknarskýrslu Alþingis er meðal annars rætt um að í hamaganginum við uppvöxt bankanna hafi gleymst að styrkja innviðina. Í skýrslutöku hjá rannsóknarnefndinni vitnaði Hreiðar Már í Stein Steinarr og sagði: "Í draumi sérhvers manns er fall hans falið".Og fallið er svo sannarlega hátt, enda ekki nema rétt tæp tvö ár síðan þeir Hreiðar Már og Magnús stýrðu stærsta fyrirtæki Íslandssögunnar og voru með hundruði milljóna í laun og bónusa.Hreiðar Már og Magnús, sem eru báðir viðskiptafræðingar frá Háskóla Íslands, hófu störf á svipuðum tíma hjá Kaupþingi og fóru hratt upp metorðastigann.Í bók Ármanns Þorvaldssonar, Ævintýraeyjunni er Hreiðari Má lýst sem talnaglöggum, hugmyndaríkum, áhættusæknum en jafnframt varfærnum á ýmsum sviðum. Magnús er sagður klókur fjárfestir og einstaklega lipur í mannlegum samskiptum.Hreiðar Már og Magnús hafa kært gæsluvarðhaldsúrskurðina til Hæstaréttar. Yfirheyrslur hafa verið í gangi alla helgina, og reynt er að vinna hratt á meðan á gæsluvarðhaldinu stendur. Ekki er ólíklegt að fleiri handtökur séu handan við hornið, en Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans hefur réttarstöðu grunaðs í hluta af rannsókn sérstaks saksóknara. Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarvirði tæpur 91 milljarður og allir hlutir til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Sjá meira
Ekki er ólíklegt að fleiri handtökur séu handan við hornið í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara á meintum lögbrotum í Kaupþingi. Nú situr Hreiðar Már ásamt Magnúsi Guðmundssyni, forstjóra bankans í Lúxemborg, í gæsluvarðhaldi hér á Litla Hrauni. Grunur leikur á að umfangsmikil lögbrot hafi verið framin innan bankans af stjórnendum hans í aðdraganda hrunsins. Rannsókn á málum tengdum Kaupþingi hófst skömmu eftir hrunið og réðst sérstakur saksóknari í tugi húsleita á síðasta ári vegna hennar. Til rannsóknar er meðal annars tilraunir stjórnenda Kaupþings til að halda gengi bréfa bankans uppi, þar leikur grunur á stórfelldri markaðsmisnotkun. Kaupþing lánaði tugi milljarða króna til eignarhaldsfélaga sem síðan keyptu hlutabréf í bankanum eða skuldatryggingar á bankann. Al-Thani máliðMagnús Guðmundsson (til hægri) sést hér með lögmanni sínum. Magnús var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Mynd/IngólfurAl-Thani málið svokallaða fellur í þennan hóp. Kaupþing lánaði sjeiknum Mohammed Bin Khalifa Al Thani 25 milljarða króna sumarið 2008, og keypti sjeikinn 5% hlut í bankanum. Grunur leikur á að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða. Kaupþingsmenn höfðu skömmu áður en kaupin voru formlega kynnt talað um mikilvægi þess að fá erlenda fjárfesta inn í bankann.Hreiðar Már lét hafa það eftir sér skömmu eftir að viðskiptin gengu í gegn að staða Kaupþings á alþjóðlegum fjármálamörkuðum hefði styrkst mjög við kaup Al-Thanis á hlut í bankanum. Rannsóknarnefnd Alþingis segist ekki sjá að kaup á hlutabréfum í bankanum, fjármögnuð af bankanum sjálfum án neinnar áhættu þess er kaupir styrki stöðu bankans.Grunsamlegar millifærslur frá móðurfélagi Kaupþings á Íslandi inn á erlenda bankareikninga skömmu fyrir hrun teygja anga sína inn í rannsókn sérstaks saksóknara. Litlar sem engar skýringar var að finna á þessum fjármagnsflutningum í gögnum bankans, en heimildir herma að samtals hafi hundrað milljarðar verið fluttir frá Kaupþingi hér á landi inn á erlenda bankareikninga, aðallega í Lúxemborg í aðdraganda hrunsins. Hluti af þessum millifærslum munu vera til komnar vegna áðurnefndra lána í tengslum við hlutabréfakaup í bankanum.Rannsóknin á Kaupþingi byggir að mestu á gögnum úr húsleitum og kærum frá Fjármálaeftirlitinu, ásamt upplýsingum úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.Til rannsóknar er grunur um skjalabrot, auðgunarbrot, brot gegn lögum um verðbréfaviðskipti en þar inn í kemur meint markaðsmisnotkun, og loks brot gegn hlutafélagalögum. Við flestum þessara brota er refishámark fangelsi allt að sex árum, en við skjalafalsi getur legið allt að 8 ára fangelsi.Sum mál eru enn til skoðunar hjá Fjármálaeftirlitinu og ekki komin inn á borð hjá sérstökum saksóknara. Þetta á við um félagið Black Sunshine sem fréttastofa greindi frá fyrir rúmu ári. Það var stofnað í Lúxemborg en inn í það voru flutt skuldabréf sem Kaupþing hafði fjárfest í í gegnum dótturfélag sitt í Bretlandi. Hluti af þeim bréfum tengdust svokölluðum undirmálslánum. Heimildir fréttastofu herma að í stað þess að afskrifa tap vegna skuldabréfanna sem höfðu fallið mikið í verði hafi bankinn flutt tugi milljarða inn í félagið Black Sunshine sem tók við bréfunum. Hreiðar Már hafnar því að stjórnendur Kaupþings hafi reynt að fegra stöðu bankans þegar óveðursský tóku að hrannast upp.Í draumi sérhvers mannsÍ siðferðiskafla Rannsóknarskýrslu Alþingis er meðal annars rætt um að í hamaganginum við uppvöxt bankanna hafi gleymst að styrkja innviðina. Í skýrslutöku hjá rannsóknarnefndinni vitnaði Hreiðar Már í Stein Steinarr og sagði: "Í draumi sérhvers manns er fall hans falið".Og fallið er svo sannarlega hátt, enda ekki nema rétt tæp tvö ár síðan þeir Hreiðar Már og Magnús stýrðu stærsta fyrirtæki Íslandssögunnar og voru með hundruði milljóna í laun og bónusa.Hreiðar Már og Magnús, sem eru báðir viðskiptafræðingar frá Háskóla Íslands, hófu störf á svipuðum tíma hjá Kaupþingi og fóru hratt upp metorðastigann.Í bók Ármanns Þorvaldssonar, Ævintýraeyjunni er Hreiðari Má lýst sem talnaglöggum, hugmyndaríkum, áhættusæknum en jafnframt varfærnum á ýmsum sviðum. Magnús er sagður klókur fjárfestir og einstaklega lipur í mannlegum samskiptum.Hreiðar Már og Magnús hafa kært gæsluvarðhaldsúrskurðina til Hæstaréttar. Yfirheyrslur hafa verið í gangi alla helgina, og reynt er að vinna hratt á meðan á gæsluvarðhaldinu stendur. Ekki er ólíklegt að fleiri handtökur séu handan við hornið, en Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans hefur réttarstöðu grunaðs í hluta af rannsókn sérstaks saksóknara.
Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarvirði tæpur 91 milljarður og allir hlutir til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent