Viðskipti innlent

Mikilvægt að temja sér betri vinnubrögð

Guðrún Johnsen. Akademísk vinnubrögð þarf að innleiða í atvinnulífið, að sögn lektors við HR.
Guðrún Johnsen. Akademísk vinnubrögð þarf að innleiða í atvinnulífið, að sögn lektors við HR.

„Íslendingar þurfa að temja sér agaðri vinnubrögð. Góðar ákvarðanir þurfa að vera byggðar á rökum og gögnum en ekki tilfinningum,“ segir Guðrún Johnsen, lektor í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík.

Guðrún bendir á að skýrsluhöfundar hafi viðhaft ströng akademísk vinnubrögð og ekki haldið neinu fram sem þeir hafi ekki getað stutt með gögnum og rökum. Slík vinnubrögð þurfi að innleiða bæði í stjórnsýsluna og atvinnulífið.

„Í skýrslunni er ekki stokkið til og tilfinningasemi látin ráða för við greiningu efnisins. Það er ekki bjóðandi að stjórnendur fyrirtækja hagi sér með öðrum hætti,“ segir hún og vitnar í hluta skýrslunnar þar sem því er lýst hvernig einn bankastjóranna hafi stýrt bankanum í gegnum farsíma sinn.

Guðrún segir að meint innsæi og brjóstvitið eitt hafi í sumum tilvikum ráðið för fyrir hrun. „Þeir sem geta beitt innsæi þurfa að búa yfir mikilli reynslu og mjög mikilli greiningarhæfni. Það kemur ekki á einni nóttu,“ segir hún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×