Viðskipti innlent

Sement hækkar um 8 prósent

Sementsverksmiðjan.
Sementsverksmiðjan.

Sement hækkar um átta prósent en samkvæmt tilkynningu sem Sementserksmiðjan hf. sendi frá sér þá er ástæðan miklar verðhækkanir á erlendum aðföngum og nýsamþykktar auknar skattaálögur á íslenskt atvinnulíf sem hafa umtalsverð áhrif á framleiðslukostnað og dreifingu sements. Í ljósi þess hefur Sementsverksmiðjuna hf. hækkað sementsverð um 8% frá og með mánudeginum 4. janúar 2010.

Þá segir ennfremur í tilkynningunni að þrátt fyrir afar óhagstæða gengisþróun og mikinn samdrátt á byggingamarkaði hafi tekist að halda sementsverði óbreyttu fram eftir síðasta ári. Vonir voru bundnar við að gengi krónunnar styrktist er líða tók á árið, en þær gengu ekki eftir. Nýjar álögur stjórnvalda á atvinnulífið hafa nú hækkað innlend aðföng um allt að fimm prósentustig og verðhækkunin því óumflýjanleg.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×