Sendiráðum lokað í Jemen 4. janúar 2010 05:00 Leiðtogar Al Kaída í Jemen Abu Hurayrah Qasim al-Reemi, Said al-Shihri, Naser Abdel Karim al-Wahishi og Abu al-Hareth Muhammad al-Oufi. Þeir al-Shihri og al-Oufi voru báðir í haldi Bandaríkjamanna í Guantanamo á Kúbu. fréttablaðið/AP Sendiráðum Bandaríkjanna og Bretlands í Jemen hefur verið lokað af öryggisástæðum. Bandaríkjastjórn segist hafa haft veður af áformum Al Kaída um að gera árás á Bandaríkjamenn í landinu, hugsanlega á sendiráðið. „Við ætlum okkur ekki að taka neina áhættu,“ segir John Brennan, yfirmaður hryðjuverkavarna Hvíta hússins í Washington. Eftir að nígerískur maður, sem talinn er hafa hlotið hryðjuverkaþjálfun í búðum Al Kaída í Jemen, gerði tilraun til að sprengja upp bandaríska farþegaþotu á jóladag hafa bæði bresk og bandarísk stjórnvöld hert öryggisráðstafanir og hvatt ríkisborgara sína þar í landi til að hafa varann á. Bæði ríkin hafa einnig aukið verulega fjárstuðning við stjórnina í Jemen, sem á að nota til þess að efla hryðjuverkavarnir lögreglunnar í landinu. Í tilkynningu frá Bandaríkjamönnum segir ekkert um það hve sendiráðið verður lokað lengi. Bretar hafa ekki ákveðið hvenær sendiráð þeirra verður opnað aftur, en það gæti orðið strax í dag. Á árinu 2008 voru tvisvar gerðar árásir á sendiráð Bandaríkjanna í höfuðborginni Sana. Bandaríkjamönnum er einnig í fersku minni árás á bandaríska herskipið USS Cole í Jemen árið 2000. Osama bin Laden, leiðtogi Al Kaída, er ættaður frá Jemen. Samtökin virðast hafa verið að færa sig upp á skaftið undanfarið, þótt margt hafi verið óljóst um skipulag þeirra og starfsemi árum saman. Í Jemen hafa samtökin komið sér upp bækistöðvum. Landið er fátækt og fjöllótt og stjórnvöld hafa lítið eftirlit utan höfuðborgarinnar. Fyrir ári tilkynntu samtökin um stofnun nýrrar deildar á Arabíuskaga, sem skipuð er meðlimum þeirra frá Jemen og Sádi-Arabíu. Leiðtogi þeirrar deildar er Naser Abdel Karim al-Wahishi, Jemenbúi sem áður var nákominn Osama bin Laden. Tveir Sádi-Arabar eru einnig háttsettir í Jemendeild Al Kaída, þeir Sahid al-Shihri og Ibrahim Suleiman al-Rubaish, en báðir voru þeir í haldi Bandaríkjahers í Guantanamo-búðunum á Kúbu þangað til þeir voru látnir lausir, annar árið 2006 en hinn 2007. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepnir í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Sjá meira
Sendiráðum Bandaríkjanna og Bretlands í Jemen hefur verið lokað af öryggisástæðum. Bandaríkjastjórn segist hafa haft veður af áformum Al Kaída um að gera árás á Bandaríkjamenn í landinu, hugsanlega á sendiráðið. „Við ætlum okkur ekki að taka neina áhættu,“ segir John Brennan, yfirmaður hryðjuverkavarna Hvíta hússins í Washington. Eftir að nígerískur maður, sem talinn er hafa hlotið hryðjuverkaþjálfun í búðum Al Kaída í Jemen, gerði tilraun til að sprengja upp bandaríska farþegaþotu á jóladag hafa bæði bresk og bandarísk stjórnvöld hert öryggisráðstafanir og hvatt ríkisborgara sína þar í landi til að hafa varann á. Bæði ríkin hafa einnig aukið verulega fjárstuðning við stjórnina í Jemen, sem á að nota til þess að efla hryðjuverkavarnir lögreglunnar í landinu. Í tilkynningu frá Bandaríkjamönnum segir ekkert um það hve sendiráðið verður lokað lengi. Bretar hafa ekki ákveðið hvenær sendiráð þeirra verður opnað aftur, en það gæti orðið strax í dag. Á árinu 2008 voru tvisvar gerðar árásir á sendiráð Bandaríkjanna í höfuðborginni Sana. Bandaríkjamönnum er einnig í fersku minni árás á bandaríska herskipið USS Cole í Jemen árið 2000. Osama bin Laden, leiðtogi Al Kaída, er ættaður frá Jemen. Samtökin virðast hafa verið að færa sig upp á skaftið undanfarið, þótt margt hafi verið óljóst um skipulag þeirra og starfsemi árum saman. Í Jemen hafa samtökin komið sér upp bækistöðvum. Landið er fátækt og fjöllótt og stjórnvöld hafa lítið eftirlit utan höfuðborgarinnar. Fyrir ári tilkynntu samtökin um stofnun nýrrar deildar á Arabíuskaga, sem skipuð er meðlimum þeirra frá Jemen og Sádi-Arabíu. Leiðtogi þeirrar deildar er Naser Abdel Karim al-Wahishi, Jemenbúi sem áður var nákominn Osama bin Laden. Tveir Sádi-Arabar eru einnig háttsettir í Jemendeild Al Kaída, þeir Sahid al-Shihri og Ibrahim Suleiman al-Rubaish, en báðir voru þeir í haldi Bandaríkjahers í Guantanamo-búðunum á Kúbu þangað til þeir voru látnir lausir, annar árið 2006 en hinn 2007. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepnir í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Sjá meira