Lífið

Lýst eftir tillögu um borgarlistamann 2010

Borgarlistamaður síðasta árs var Steinunn Sigurðardóttir hönnuður.
Borgarlistamaður síðasta árs var Steinunn Sigurðardóttir hönnuður.

Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkur velur ár hvert borgarlistamann og er tilkynnt um hver verður fyrir valinu á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Nú hefur menningar- og ferðamálaráð brugðið á það ráð að óska eftir tillögum borgarbúa í fyrsta sinn hver eigi að fá þessa viðurkenningu, en í fyrra var það Steinunn Sigurðardóttir hönnuður, þar á undan þau Ragnar Bjarnason, Þórarinn Eldjárn og Edda Heiðrún Backman.

Viðurkenningin Borgarlistamaður Reykjavíkur er til handa reykvískum listamanni sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi. Þeir einir listamenn koma til greina við útnefningu borgarlistamanns sem búsettir eru í Reykjavík.

Ábendingarnar verða hafðar til hliðsjónar við val ráðsins en verða ekki gerðar opinberar. Hægt verður að senda inn ábendingarnar á sérstöku eyðublaði á vef Reykjavíkurborgar fram til kl. 12 á hádegi föstudaginn 7. maí og skal rökstuðningur fylgja. - pbb








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.