Skotið úr fallbyssu á býflugur Sigurður H. Sigurðsson skrifar 1. júlí 2010 05:45 Mál nímenninganna sem handteknir voru á þingpöllum Alþingis í aðdraganda búsáhaldabyltingarinnar vekur áleitnar spurningar. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem hróp eru gerð að þingmönnum frá áhorfendapöllum þinghússins. Hvaða skilaboð felast í því að ákæra fólkið fyrir að trufla fund sem haldinn er „í heyranda hljóði"? Hví voru þau ekki ákærð sem nokkrum vikum síðar brutu rúður í alþingishúsinu eða röskuðu friði þess og frelsi svo dögum skipti? Er verið að senda út viðvörun svo að fólk haldi sig framvegis á mottunni? Getum við héðan í frá átt von á því að hróp og mótmæli gegn valdstjórninni leiði til ákæru? Kæra sú sem skrifstofustjóri Alþingis sendi lögreglu vísaði til hinnar alræmdu 100. gr. almennra hegningarlaga þar sem lágmarksrefsing er 1 ár en hámarksrefsing er ævilangt fangelsi. Hinir ákærðu voru óvopnað fólk og upptaka sú sem sýnd var í Kastljósi RÚV 20. maí sl. sýnir greinilega að rangar sakirgiftir eru í ákærunni. Er ekki verið að skjóta með fallbyssukúlum á býflugur? Hvernig á að vera hægt að taka ákæruvaldið alvarlega þegar farið er fram af slíku offorsi? Væri ekki við hæfi að horfa á það sem sannarlega gerðist og viðurkenna að engin raunveruleg hætta var á ferðum? Stjórn BH sendi skrifstofustjóra og forseta Alþingis tilmæli þann 28. maí sem lesa má á xo.is. Í svari skrifstofustjórans sem einnig er að finna á heimasíðunni segir m.a.: „Þó Kastljós Sjónvarpsins sé alls góðs maklegt held ég að við almennir borgarar verðum fremur að treysta dómstólum fyrir sönnunarmati og túlkun málsgagna í þessu máli eins og öðrum." Hér hljótum við að þurfa að staldra við og hugsa okkur aðeins um. Lög eru ekki aðeins hin bókstaflega merking orðanna heldur líka það hvernig þau hafa verið túlkuð af dómurum í undangengnum málum. „Nulla poena sine lege" - engin refsing án laga. Gæti hugsast að það sé vísvitandi verið að skerða rétt fólks til þess að mótmæla? Reyndar er það áleitin spurning hvort dómstólunum sé yfirleitt treystandi. Nýlega féll dómur í héraði sem staðfestir að settur dómsmálaráðherra Árni Mathisen sniðgekk faglegt mat á hæfi umsækjenda um dómarastöðu og valdi lakasta umsækjandann af ástæðum sem flestum ætti að vera kunnugt um. Þetta er síður en svo eina dæmið um slíka stöðuveitingu á síðastliðnum árum og áratugum. Allt embættismannakerfið er litað af pólitískum ráðningum en þær hafa reynst þjóðinni dýrkeyptar. Traust almennings á opinberum stofnunum er skiljanlega laskað. Að lokum langar mig að rifja upp atburð frá árinu 1970 þar sem nokkrir Íslendingar í Svíþjóð mótmæltu kjörum námsmanna. Þeir vísuðu sendiherra Íslands úr húsi og lögðu undir sig sendiráðið til að vekja athygli á baráttumálum sínum. Afleiðingar þessa urðu litlar sem engar fyrir námsmennina, mögulega vegna fjölskyldutengsla. Fróðlegt er að bera þetta saman við mál nímenningana 40 árum síðar. Líklegast duga þeim engin fjölskyldutengsl, og mætti í því sambandi rifja upp 6 mánaða fangelsisdóm yfir föður eins þeirra, Jóni Múla Árnasyni, vegna mótmæla við Alþingi árið 1949. Það sorglega við það að lögreglu og dómurum sé att gegn gagnrýnum einstaklingum og aðgerðarsinnum af litlu tilefni er að það mun ekki auka tiltrú almennings á réttarkerfinu. Vanhæfir embættismenn í æðstu stöðum sleppa við ákærur þrátt fyrir dapurlegan vitnisburð rannsóknarskýrslunnar og stórsvikarar fá óáreittir að stunda sína iðju. Á sama tíma er verið að slá á heilbrigðar gagnrýnisraddir úr röðum almennings, t.d. gegn því að verið sé að selja nýtingarrétt á auðlindum landsins í hendur erlendra skúffufyrirtækja. Skyldi það vera tilviljun ein? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mál nímenninganna sem handteknir voru á þingpöllum Alþingis í aðdraganda búsáhaldabyltingarinnar vekur áleitnar spurningar. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem hróp eru gerð að þingmönnum frá áhorfendapöllum þinghússins. Hvaða skilaboð felast í því að ákæra fólkið fyrir að trufla fund sem haldinn er „í heyranda hljóði"? Hví voru þau ekki ákærð sem nokkrum vikum síðar brutu rúður í alþingishúsinu eða röskuðu friði þess og frelsi svo dögum skipti? Er verið að senda út viðvörun svo að fólk haldi sig framvegis á mottunni? Getum við héðan í frá átt von á því að hróp og mótmæli gegn valdstjórninni leiði til ákæru? Kæra sú sem skrifstofustjóri Alþingis sendi lögreglu vísaði til hinnar alræmdu 100. gr. almennra hegningarlaga þar sem lágmarksrefsing er 1 ár en hámarksrefsing er ævilangt fangelsi. Hinir ákærðu voru óvopnað fólk og upptaka sú sem sýnd var í Kastljósi RÚV 20. maí sl. sýnir greinilega að rangar sakirgiftir eru í ákærunni. Er ekki verið að skjóta með fallbyssukúlum á býflugur? Hvernig á að vera hægt að taka ákæruvaldið alvarlega þegar farið er fram af slíku offorsi? Væri ekki við hæfi að horfa á það sem sannarlega gerðist og viðurkenna að engin raunveruleg hætta var á ferðum? Stjórn BH sendi skrifstofustjóra og forseta Alþingis tilmæli þann 28. maí sem lesa má á xo.is. Í svari skrifstofustjórans sem einnig er að finna á heimasíðunni segir m.a.: „Þó Kastljós Sjónvarpsins sé alls góðs maklegt held ég að við almennir borgarar verðum fremur að treysta dómstólum fyrir sönnunarmati og túlkun málsgagna í þessu máli eins og öðrum." Hér hljótum við að þurfa að staldra við og hugsa okkur aðeins um. Lög eru ekki aðeins hin bókstaflega merking orðanna heldur líka það hvernig þau hafa verið túlkuð af dómurum í undangengnum málum. „Nulla poena sine lege" - engin refsing án laga. Gæti hugsast að það sé vísvitandi verið að skerða rétt fólks til þess að mótmæla? Reyndar er það áleitin spurning hvort dómstólunum sé yfirleitt treystandi. Nýlega féll dómur í héraði sem staðfestir að settur dómsmálaráðherra Árni Mathisen sniðgekk faglegt mat á hæfi umsækjenda um dómarastöðu og valdi lakasta umsækjandann af ástæðum sem flestum ætti að vera kunnugt um. Þetta er síður en svo eina dæmið um slíka stöðuveitingu á síðastliðnum árum og áratugum. Allt embættismannakerfið er litað af pólitískum ráðningum en þær hafa reynst þjóðinni dýrkeyptar. Traust almennings á opinberum stofnunum er skiljanlega laskað. Að lokum langar mig að rifja upp atburð frá árinu 1970 þar sem nokkrir Íslendingar í Svíþjóð mótmæltu kjörum námsmanna. Þeir vísuðu sendiherra Íslands úr húsi og lögðu undir sig sendiráðið til að vekja athygli á baráttumálum sínum. Afleiðingar þessa urðu litlar sem engar fyrir námsmennina, mögulega vegna fjölskyldutengsla. Fróðlegt er að bera þetta saman við mál nímenningana 40 árum síðar. Líklegast duga þeim engin fjölskyldutengsl, og mætti í því sambandi rifja upp 6 mánaða fangelsisdóm yfir föður eins þeirra, Jóni Múla Árnasyni, vegna mótmæla við Alþingi árið 1949. Það sorglega við það að lögreglu og dómurum sé att gegn gagnrýnum einstaklingum og aðgerðarsinnum af litlu tilefni er að það mun ekki auka tiltrú almennings á réttarkerfinu. Vanhæfir embættismenn í æðstu stöðum sleppa við ákærur þrátt fyrir dapurlegan vitnisburð rannsóknarskýrslunnar og stórsvikarar fá óáreittir að stunda sína iðju. Á sama tíma er verið að slá á heilbrigðar gagnrýnisraddir úr röðum almennings, t.d. gegn því að verið sé að selja nýtingarrétt á auðlindum landsins í hendur erlendra skúffufyrirtækja. Skyldi það vera tilviljun ein?
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar