Handbolti

Þrír sigrar hjá Íslendingaliðum í þýska handboltanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Róbert Gunnarsson.
Róbert Gunnarsson. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Íslendingaliðin Gummersbach, Kiel og Lemgo unnu öll góða sigra í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Öll liðin eru í efri hluta töflunnar, Kiel í 2. sætinu en Gummersbach og Lemgo eru í 6. og 7. sæti eða í næstu sætum á eftir Rhein-Neckar Löwen.

Róbert Gunnarsson skoraði 4 mörk þegar VfL Gummersbach vann fjögurra marka heimasigur á MT Melsungen, 30-26. Melsungen er í 12. sæti deildarinnar eða sex sætum neðar en Gummersbach.

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel unnu öruggan tíu marka útisigur á Frisch Auf Göppingen, 32-22 en Göppingen var í 3. sæti fyrir leikinn. Aron Pálmarsson lék ekki með Kiel vegna meiðsla. Kiel minnkaði þar með forskot HSV Hamburg á toppnum í fimm stig en Kiel á tvo leiki inni.

Vignir Svavarsson skoraði 2 mörk þegar Lemgo vann sjö marka heimasigur á HBW Balingen-Weilstetten, 28-21. Logi Geirsson lék ekki með Lemgo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×