Erlent

Pútín á þríhjóli

Pútín kunni vel við sig meðal vélhjólatöffaranna.
Pútín kunni vel við sig meðal vélhjólatöffaranna. Mynd/AFP
Forsætisráðherra Rússa, Vladimir Pútín, kom nokkuð á óvart þegar hann mætti á vígalegu Harley-þríhjóli á vélhjólahátíð í Úkraínu um helgina. Flestir hefðu talið að Pútín myndi velja rússneskt Ural-hjól af þessu tilefni.

Pútín er staddur í Úkraínu til að hitta nýja leiðtoga landsins en leiðtogaskiptin nú í vetur hugnuðust Rússum vel. Hann nýtti tækifærið til að kíkja á hátíðina þar sem vélhjólamenn frá Úkraínu og Rússlandi hittast.

Pútín var með sólgleraugu, í svörtum gallabuxum og með leðurgrifflur þegar hann hélt ræðu og sagði vélhjól vera frjálsasta samgöngumátann. Hann hrósaði jafnframt frjálsum anda vélhjólamannanna, þeim til mikillar ánægju.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×