Viðskipti innlent

Bankarnir hirða höfundarréttinn á Latabæ

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bankarnir eignast höfundarréttinn á Latabæ. Mynd/ Hari.
Bankarnir eignast höfundarréttinn á Latabæ. Mynd/ Hari.
Magnús Scheving, sjálfur íþróttaálfurinn, hefur neyðst til að til að afsala sér höfundarréttinum á Latabæjarþáttunum gegn því að hann fái að halda 40% hlut sínum í Latabæ. Þetta kemur fram í frétt á vef Daily Telegraph. Blaðið segir að Íslandsbanki og Landsbankinn séu helstu kröfuhafar eftir að fyrirtækið þurfti að endurfjármagna meira en 3,4 milljarða króna lán.

Daily Telegraph segir jafnframt að 30 lánadrottnar, sem hafi átt 2,9 milljarða króna kröfu í Latabæ, hafi afskrifað stóran hluta af því láni gegn því að fá 31% hlut í Latabæ. Landsbankinn hafi tekið yfir 1600 milljóna króna hlut gegn því að fá 12% hlut í fyrirtækinu og veitt nýtt 312 milljóna króna lán.

Þá segir Daily Telegraph jafnframt að eignarhlutur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í fyrirtækinu hafi nánast gufað upp.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×