Greining segir yfirlýsingar Seðlabankans misvísandi 23. september 2010 07:30 Greining Arion banka segir að yfirlýsingar Seðlabankans að undanförnu í tengslum við vaxtaákvarðanir séu misvísandi og að ýmsir sjái þær sem hringhugahátt. Fjallað er um málið í Markaðspunktum greiningarinnar. Þar segir að ekki sé hægt að stíga meira en hænufet til lækkunar vaxta vegna óvissu og óleystra mála, Icesave, gengislána og svo framvegis. En hinsvegar þegar eitthvert af þessum málum leysist og óvissu er eytt takmarkast ennfremur svigrúm nefndarinnar til vaxtalækkunar vegna þess að nú sé afnám gjaldeyrishafta rétt að fara að gerast. Í Markaðspunktunum segir að þegar litið er til baka sést að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi að miklu leyti verið línulegur ferill sem vart hnikast til vegna frétta eða atburða, góðra eða slæmra. Í umfjöllun sinni um vaxtaákvörðunina í gær segir greiningin að rökstuðningur peningastefnunefndar og ræða Seðlabankastjóra hafi verið töluvert frábrugðin því sem almennt var búist við. "Ekki er hægt að segja annað en orð Seðlabankastjóra hafi farið öfugt í markaðinn þar sem gríðarlegur söluþrýstingur skapaðist á skuldabréfamarkaði eftir kynningarfund bankans klukkan 11. Til að mynda hefur krafa langra verðtryggðra ríkisbréfa hækkað um 44-90 punkta sem er eitt hið mesta söluóðagot sem minnugir menn á skuldabréfamarkaði muna eftir," segir í Markaðspunktunum. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar er nú notað veikara orðalag en áður, þ.e. að „eitthvert svigrúm" sé enn til staðar til vaxtalækkana. Þar að auki er settur fyrirvari um að afnám hafta valdi „óvissu um hversu mikið svigrúmið er til skemmri tíma". Seðlabankinn ýjar þannig að hægari vaxtalækkunum, þrátt fyrir að hagvöxtur og fjárfesting hafi mælst minni á öðrum ársfjórðungi en reiknað hafði verið með, verðbólga hafi verið lægri en reiknað hafi verið með, ljóst sé að álver í Helguvík muni frestast eða verði hreinlega tekið út af dagskránni og svo framvegis. Með öðrum orðum: þótt allt bendi til þess að lægðin í efnahagslífinu verði lengri en reiknað var með á síðasta vaxtaákvörðunarfundi. Þess í stað er öll áhersla bankans á afnámi hafta sem skýrist líklega af því að helstu skilyrði bankans fyrir afnámi hafta eru að þokast í rétta átt. (gengisdómurinn, þriðja endurskoðun AGSS og lausn IceSave), að því er segir í Markaðspunktunum. Mest lesið Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Atvinnulíf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Viðskipti erlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Shein ginni neytendur til skyndikaupa Viðskipti innlent ESB skammar Shein: Falskir afslættir og villandi upplýsingar Neytendur Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Shein ginni neytendur til skyndikaupa Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Sjá meira
Greining Arion banka segir að yfirlýsingar Seðlabankans að undanförnu í tengslum við vaxtaákvarðanir séu misvísandi og að ýmsir sjái þær sem hringhugahátt. Fjallað er um málið í Markaðspunktum greiningarinnar. Þar segir að ekki sé hægt að stíga meira en hænufet til lækkunar vaxta vegna óvissu og óleystra mála, Icesave, gengislána og svo framvegis. En hinsvegar þegar eitthvert af þessum málum leysist og óvissu er eytt takmarkast ennfremur svigrúm nefndarinnar til vaxtalækkunar vegna þess að nú sé afnám gjaldeyrishafta rétt að fara að gerast. Í Markaðspunktunum segir að þegar litið er til baka sést að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi að miklu leyti verið línulegur ferill sem vart hnikast til vegna frétta eða atburða, góðra eða slæmra. Í umfjöllun sinni um vaxtaákvörðunina í gær segir greiningin að rökstuðningur peningastefnunefndar og ræða Seðlabankastjóra hafi verið töluvert frábrugðin því sem almennt var búist við. "Ekki er hægt að segja annað en orð Seðlabankastjóra hafi farið öfugt í markaðinn þar sem gríðarlegur söluþrýstingur skapaðist á skuldabréfamarkaði eftir kynningarfund bankans klukkan 11. Til að mynda hefur krafa langra verðtryggðra ríkisbréfa hækkað um 44-90 punkta sem er eitt hið mesta söluóðagot sem minnugir menn á skuldabréfamarkaði muna eftir," segir í Markaðspunktunum. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar er nú notað veikara orðalag en áður, þ.e. að „eitthvert svigrúm" sé enn til staðar til vaxtalækkana. Þar að auki er settur fyrirvari um að afnám hafta valdi „óvissu um hversu mikið svigrúmið er til skemmri tíma". Seðlabankinn ýjar þannig að hægari vaxtalækkunum, þrátt fyrir að hagvöxtur og fjárfesting hafi mælst minni á öðrum ársfjórðungi en reiknað hafði verið með, verðbólga hafi verið lægri en reiknað hafi verið með, ljóst sé að álver í Helguvík muni frestast eða verði hreinlega tekið út af dagskránni og svo framvegis. Með öðrum orðum: þótt allt bendi til þess að lægðin í efnahagslífinu verði lengri en reiknað var með á síðasta vaxtaákvörðunarfundi. Þess í stað er öll áhersla bankans á afnámi hafta sem skýrist líklega af því að helstu skilyrði bankans fyrir afnámi hafta eru að þokast í rétta átt. (gengisdómurinn, þriðja endurskoðun AGSS og lausn IceSave), að því er segir í Markaðspunktunum.
Mest lesið Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Atvinnulíf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Viðskipti erlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Shein ginni neytendur til skyndikaupa Viðskipti innlent ESB skammar Shein: Falskir afslættir og villandi upplýsingar Neytendur Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Shein ginni neytendur til skyndikaupa Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Sjá meira