Innlent

Andrés endurkjörinn formaður

Ný stjórn og ný siðanefnd var kjörin á aðalfundi Almannatengslafélags Íslands sem fram fór í dag og var Andrés Jónsson endurkjörinn sem formaður félagsins. Aðrir í stjórn eru Hjördís Árnadóttir varaformaður, Lovísa Lilliendahl gjaldkeri, Snorri Kristjánsson ritari og G. Pétur Matthíasson meðstjórnandi. Varamaður er Eva Dögg Þorgeirsdóttir.

Í siðanefnd Almannatengslafélags Íslands voru kjörin þau: Árdís Sigurðardóttir, Þorsteinn G. Gunnarsson, Ólafur Hauksson, Helga Guðrún Jónasdóttir og Magnea Guðmundsdóttir.

Gestur á fundinum var Björgvin Guðmundsson ritstjóri Viðskiptablaðsins og fjallaði erindi hans um reynslu fjölmiðlamanna af upplýsingagjöf almannatengla, fyrir og eftir bankahrunið, að því er fram kemur í tilkynningu.

Í Almannatengslafélaginu eru allir þeir sem starfa við almannatengsl á Íslandi en stéttinni hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum og eru ríflega 100 félagar í félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×