Innlent

Halldór hlaut Gaddakylfuna

Ragna Árnadóttir dómsmáláráðherra afhent Halldóri E. Högurði rithöfundi Gaddakylfuna í dag fyrir bestu sakamálasöguna í glæpasmásögukeppni Mannlífs og Hins íslenska glæpafélags.

Halldór hlaut verðlaunin fyrir sögu sína Innan fjölskyldunnar, en hann deildi einnig þriðju verðlaunum fyrir sögu sína Einkastæði, með Steingrími Teague sem fékk þriðju verðlaun fyrir söguna Fjórða nóttin. Önnur verðlaun fékk Valur Grettisson, blaðamaður á Vísi fyrir söguna Æskuástin.

Gaddakylfan var veitt í sjöunda sinn og bárust um 50 sögur í keppnina að þessu sinni. Átta bestu sögurnar birtast í tímaritinu Mannlífi sem kemur út á morgun.

Handhafar Gaddakylfunnar frá upphafi eru:

2004 Jón Hallur Stefánsson

2005 Gunnar Theodór Eggertsson

2006 Sigurlín Bjarney Gísladóttir

2007 Salka Guðmundsdóttir

2008 Lilja Magnúsdóttir

2009 Ingvi Þór Kormáksson

2010 Halldór E. Högurður






Fleiri fréttir

Sjá meira


×