Tónverk úr draumi Jónas Sen skrifar 19. desember 2010 10:00 Tónlist Heilagur draumur Verk eftir John Tavener. Kammerkór Suðurlands syngur undir stjórn Hilmars Arnars Agnarssonar. Geislaplata með verkum eftir John Tavener ber heitið Heilagur draumur. Platan heitir eftir einu verkinu á plötunni, en tónskáldið mun hafa dreymt það eftir messu í rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni. Tavener gekk í rétttrúnaðarkirkjuna þegar hann var rúmlega þrítugur, og dulúðin og andaktin í kirkjunni hefur einkennt tónlist hans allar götur síðan. Einfaldleikinn er í fyrirrúmi í verkunum á geislaplötunni. Oft er einn undirliggjandi tónn út í gegn, og það gefur tónlistinni fókus, þjappar henni saman. Samt er músíkin ekki einfeldningsleg eða ódýr, það er merking í hverjum tóni. Hendingarnar eru sprottnar af íhugun og innri upplifun, og það er einfaldlega ekki hægt annað en að hrífast með. Kammerkór Suðurlands undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar syngur af mikilli tilfinningu og nákvæmni. Einsöngvararnir eiga líka góða spretti, sérstaklega Hrólfur Sæmundsson, sem ég held að hafi aldrei sungið eins vel. Hann er auðheyrilega vaxandi söngvari. Niðurstaða: Falleg, stundum hugleiðslukennd tónlist. Þetta er flott plata! Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Tónlist Heilagur draumur Verk eftir John Tavener. Kammerkór Suðurlands syngur undir stjórn Hilmars Arnars Agnarssonar. Geislaplata með verkum eftir John Tavener ber heitið Heilagur draumur. Platan heitir eftir einu verkinu á plötunni, en tónskáldið mun hafa dreymt það eftir messu í rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni. Tavener gekk í rétttrúnaðarkirkjuna þegar hann var rúmlega þrítugur, og dulúðin og andaktin í kirkjunni hefur einkennt tónlist hans allar götur síðan. Einfaldleikinn er í fyrirrúmi í verkunum á geislaplötunni. Oft er einn undirliggjandi tónn út í gegn, og það gefur tónlistinni fókus, þjappar henni saman. Samt er músíkin ekki einfeldningsleg eða ódýr, það er merking í hverjum tóni. Hendingarnar eru sprottnar af íhugun og innri upplifun, og það er einfaldlega ekki hægt annað en að hrífast með. Kammerkór Suðurlands undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar syngur af mikilli tilfinningu og nákvæmni. Einsöngvararnir eiga líka góða spretti, sérstaklega Hrólfur Sæmundsson, sem ég held að hafi aldrei sungið eins vel. Hann er auðheyrilega vaxandi söngvari. Niðurstaða: Falleg, stundum hugleiðslukennd tónlist. Þetta er flott plata!
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira