Sáu bankann sem sparibauk 27. janúar 2010 03:00 vilhjálmur Lektor við HÍ og fyrrum hluthafi í Glitni segir sukk hafa einkennt bankann á síðustu metrunum. „Þetta var mokstur úr bankanum og sukk,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, lektor við hagfræðideild Háskóla Íslands og fyrrverandi hluthafi í Glitni. Hann fékk á mánudag afhent gögn frá skilanefnd bankans um lánveitingar til eignarhaldsfélagsins Fons samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. Gögnin sýna að lán bankans til Fons, félags í meirihlutaeigu Pálma Haraldssonar, námu 23,7 milljörðum króna. Verulega gaf í lánveitingar þegar halla tók undan fæti í íslensku efnahagslífi. Nokkur lán nálægt tíu milljörðum króna í erlendri mynt voru veitt Fons eftir að skilanefnd tók bankann yfir í október 2008. FL Group var stærsti hluthafi Glitnis á sama tíma og lánin voru veitt til Fons, sem átti tíu prósent í FL Group. Vilhjálmur segir ljóst að helstu eigendur Glitnis hafi verið fjárvana og notað bankann líkt og sparibauk. „Þeir áttu enga peninga enda lánaði bankinn fyrir öllu,“ segir hann. FL Group, Glitnir og Fons eru öll gjaldþrota og nema kröfur í bú félags Pálma fjörutíu milljörðum króna. Rúmur helmingur krafna er frá Glitni. - jab Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Neytendur Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Sjá meira
„Þetta var mokstur úr bankanum og sukk,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, lektor við hagfræðideild Háskóla Íslands og fyrrverandi hluthafi í Glitni. Hann fékk á mánudag afhent gögn frá skilanefnd bankans um lánveitingar til eignarhaldsfélagsins Fons samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. Gögnin sýna að lán bankans til Fons, félags í meirihlutaeigu Pálma Haraldssonar, námu 23,7 milljörðum króna. Verulega gaf í lánveitingar þegar halla tók undan fæti í íslensku efnahagslífi. Nokkur lán nálægt tíu milljörðum króna í erlendri mynt voru veitt Fons eftir að skilanefnd tók bankann yfir í október 2008. FL Group var stærsti hluthafi Glitnis á sama tíma og lánin voru veitt til Fons, sem átti tíu prósent í FL Group. Vilhjálmur segir ljóst að helstu eigendur Glitnis hafi verið fjárvana og notað bankann líkt og sparibauk. „Þeir áttu enga peninga enda lánaði bankinn fyrir öllu,“ segir hann. FL Group, Glitnir og Fons eru öll gjaldþrota og nema kröfur í bú félags Pálma fjörutíu milljörðum króna. Rúmur helmingur krafna er frá Glitni. - jab
Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Neytendur Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Sjá meira