Viðskipti innlent

Data Cell ætlar í dómsmál í Noregi vegna Wikileaks

Greiðslumiðlunin Data Cell ætlar að höfða dómsmál gegn norsk/danska fjármálafyrirtækinu Teller vegna lokunar þess á greiðslum til aðstandenda Wikileaks. Visa er aðalviðskiptavinur Teller og var lokað fyrir greiðslurnar til Wikileaks þann 7. desember að ósk Visa.

Fjallað er um málið á vefsíðu Dagens Næringsliv en þar er rætt við Ólafur Sigurvinsson, stofnanda Data Cell í Reykjavík sem segir að kæra verði lögð fram fyrir jólin. Ólafur fordæmir ákvörðun Teller en greiðslur til Wikileaks á heimsvísu fóru í gegnum Data Cell. Teller segist aftur á móti hafa óttast að tapa viðskiptum við Visa ef þeir hefðu ekki farið að óskum þeirra.

Ólafur segir að sem Data Cell hafi orðið fyrir af hálfu Teller sé ólýsanlegt og hann furðar sig á því að norskt fyrirtæki taki að sér að loka fyrir eina helstu tekjulind Wikileaks án þess að Wikileaks hafi gert nokkuð sem teljist glæpsamlegt.

Þá kemur fram að fjárhagslegt tjón Wikileaks sé umtalsvert og nefnir að daginn sem Teller lokaði fyrir viðskiptin hafi 130.000 evrur borist inn á reikning Wikileaks í gegnum Data Cell.

Ólafur segir að opna hefði átt aftur fyrir Data Cell og Wikileaks í síðustu viku en það hafi ekki gerst. Hann hefur ekkert fengið að vita hvenær banninu lýkur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×