Viðskipti innlent

Seðlabankinn telur evruna besta kostinn

Innganga í EMU, Myntbandalag Evrópu, sem fylgir aðild að Evrópusambandinu, virðist því besti kosturinn, eigi á annað borð að festa gengi krónunnar við evru eða taka hana upp sem innlenda mynt.

Þetta kemur fram í skýrslu Seðlabankans um peningastefnuna eftir gengishöftin sem birt var í morgun. Hvað evruna varðar segir að þannig áynnust kostir trúverðugrar fastgengisstefnu með minni tilkostnaði en bæði upptaka myntráðs og einhliða upptaka evru.

Seðlabanki Íslands fengi einnig aðild að Evrópska Seðlabankanum og hlutdeild í myntsláttuhagnaði bandalagsins. Innlend fjármálafyrirtæki fengju jafnframt aðgang að lausafjárfyrirgreiðslu í evrum hjá Seðlabanka Evrópu, í gegnum Seðlabanka Íslands sem yrði hluti evrópska seðlabankakerfisins.

Hins vegar er rétt að ítreka að óháð því hvort Ísland gerist að lokum aðili að EMU þarf að huga að ýmsum umbótum á núverandi peningastefnu, því að nokkur ár munu líða áður en af aðild getur orðið. Þar að auki hefur nýleg reynsla innan gjaldmiðlabandalagsins sýnt að brýn þörf er á ýmsum endurbótum í framkvæmd peningastefnunnar og efnahagsstefnunnar almennt. Sumar umbætur sem lýst er hér á eftir er því einnig nauðsynlegt að gera þótt Ísland verði þátttakandi í gjaldmiðlabandalaginu, að því er segir í skýrslunni








Fleiri fréttir

Sjá meira


×