Erlent

Náðu samkomulagi um skipti á njósnurum

Bandarísk og rússnesk stjórnvöld hafa náð samkomulagi um skipti á njósnurum.

Tíu rússneskum njósnurum var vísað úr landi í Bandaríkjunum í gærkvöldi eftir að þeir höfðu játað að hafa stundað njósnir fyrir Rússa. Á sama tíma voru fjórir Rússar náðaðir í Rússlandi þar sem þeir hafa setið í fangelsi dæmdir fyrir njósnir í þágu Bandaríkjanna.

Samkvæmt frétt á BBC er ekki vitað með vissu hvar skiptin á þessum njósnurnum fara fram en líklegt er talið að það verði í Vín í Austurríki seinna í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×