Viðskipti innlent

Slitastjórn selur lausafjármuni úr þrotabúi SPRON

Slitastjórn SPRON selur lausafjármuni úr þrotabúi sparisjóðsins í geymsluhúsnæði að Kistumel 14 á Kjalarnesi á laugardag og sunnudag næstkomandi milli kl. 11:00 og 17:00.

Í tilkynningu segir að á boðstólum eru ýmsar skrifstofuvörur, tölvur og raftæki og einnig húsbúnaður, eins og nánar greinir á heimasíðu SPRON, www.spron.is. Sem dæmi má nefna borð, skápa, stóla, sófa, ísskápa, örbylgjuofna, borðbúnað o.fl.

Vörurnar hafa verið notaðar í útibúum SPRON á höfuðborgarsvæðinu, sumar eru nýjar, aðrar eldri. Almennt er um mjög vandaðar vörur að ræða.

Vörurnar eru boðnar á góðu verði og hægt er að greiða með greiðslukorti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×