Tilboð Magma dugar ekki VG Heimir Már Pétursson skrifar 21. ágúst 2010 18:32 Tilboð Magma Energy um að ríkið eignist forkaupsrétt í hlut félagsins í HS Orku dugar ekki að mati Atla Gíslasonar fulltrúa Vinstri grænna í iðnaðarnefnd. Hann vill að orkuauðlindir landsins séu ótvírætt í eigu opinberra aðila. Magma Energy á nú 86 prósenta hlut í HS Orku en einkaaðilar hafa mátt eiga orkusölufyrirtæki um nokkurra ára skeið. Mikil andstaða hefur hins vegar verið við slíkt eignarhald á vinstri kanti stjórnmálanna eftir að Magma Energy eignaðist hlut sinn í HS Orku og nú er að störfum nefnd á vegum stjórnvalda til að fara yfir þau mál. Ross Beaty forstjóri Magma hefur boðið íslenskum stjórnvöldum að ríkið eignist forkaupsrétt á hlut félagsins og jafnframt boðist til að sætta sig við skemmri nýtingarrétt á orku á Reykjanesi, en þau 65 ár sem núgildandi samningar gera ráð fyrir. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segist líta á þetta tilboð sem tilraun fyrirtækisins til sátta við samfélagið í málinu. Ráðherra ætlar að funda með forsvarsmönnum fyrirtækisins eftir helgi, en ekki er víst að þessi leið sætti alla stjórnarliða. Atli Gíslason fulltrúi Vinstri grænna í iðnaðarnefnd sagði eftirfarandi í samtali við fréttastofuna í dag: "Þessi lausn dugar mér ekki. Ég vil að orkuauðlindirnar séu ótvírætt í eigu íslensku þjóðarinnar. Forkaupsréttur ríkisins myndi þýða að Magma gæti átt þetta um ókomna tíð. - En ég vil bíða eftir því hver niðurstaða nefndarinnar sem er að skoða þetta verður. Ef hún kemst að þeirri niðurstöðu að eign Magma á hlutnum sé lögleg, vil ég engu að síður að ríkið leysi til sín hlutinn með einum eða öðrum hætti." Iðnaðarráðherra hugnast ekki þjóðnýtingarleiðin. „Hún yrði löng og erfið og líklega fela í sér mjög mikla bótaskyldu til handa ríkinu beint. Þannig að ég hef frekar viljað nálgast þetta með þeim hætti að ríkið hefði forkaupsrétt þegar betur stendur á. Og þá gætu sveitarfélögin og aðrir opinberir aðilar hugsanlega komið inn í fyrirtækið," segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Skroll-Viðskipti Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
Tilboð Magma Energy um að ríkið eignist forkaupsrétt í hlut félagsins í HS Orku dugar ekki að mati Atla Gíslasonar fulltrúa Vinstri grænna í iðnaðarnefnd. Hann vill að orkuauðlindir landsins séu ótvírætt í eigu opinberra aðila. Magma Energy á nú 86 prósenta hlut í HS Orku en einkaaðilar hafa mátt eiga orkusölufyrirtæki um nokkurra ára skeið. Mikil andstaða hefur hins vegar verið við slíkt eignarhald á vinstri kanti stjórnmálanna eftir að Magma Energy eignaðist hlut sinn í HS Orku og nú er að störfum nefnd á vegum stjórnvalda til að fara yfir þau mál. Ross Beaty forstjóri Magma hefur boðið íslenskum stjórnvöldum að ríkið eignist forkaupsrétt á hlut félagsins og jafnframt boðist til að sætta sig við skemmri nýtingarrétt á orku á Reykjanesi, en þau 65 ár sem núgildandi samningar gera ráð fyrir. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segist líta á þetta tilboð sem tilraun fyrirtækisins til sátta við samfélagið í málinu. Ráðherra ætlar að funda með forsvarsmönnum fyrirtækisins eftir helgi, en ekki er víst að þessi leið sætti alla stjórnarliða. Atli Gíslason fulltrúi Vinstri grænna í iðnaðarnefnd sagði eftirfarandi í samtali við fréttastofuna í dag: "Þessi lausn dugar mér ekki. Ég vil að orkuauðlindirnar séu ótvírætt í eigu íslensku þjóðarinnar. Forkaupsréttur ríkisins myndi þýða að Magma gæti átt þetta um ókomna tíð. - En ég vil bíða eftir því hver niðurstaða nefndarinnar sem er að skoða þetta verður. Ef hún kemst að þeirri niðurstöðu að eign Magma á hlutnum sé lögleg, vil ég engu að síður að ríkið leysi til sín hlutinn með einum eða öðrum hætti." Iðnaðarráðherra hugnast ekki þjóðnýtingarleiðin. „Hún yrði löng og erfið og líklega fela í sér mjög mikla bótaskyldu til handa ríkinu beint. Þannig að ég hef frekar viljað nálgast þetta með þeim hætti að ríkið hefði forkaupsrétt þegar betur stendur á. Og þá gætu sveitarfélögin og aðrir opinberir aðilar hugsanlega komið inn í fyrirtækið," segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra.
Skroll-Viðskipti Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent