Viðskipti innlent

Hrein eign lífeyrissjóða rýrnaði um 1,4 milljarða í júní

Hrein eign lífeyrissjóða í lok júní sl. var 1.822,6 milljarðar kr. og lækkaði hún um 1,4 milljarða kr. í mánuðinum.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að sé miðað við júní 2009 hefur hrein eign lífeyrissjóða hækkað um 148,7 milljarða kr.

Vert er að taka fram að enn er nokkur óvissa um endanlegt mat á eignum lífeyrissjóðanna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×