Helmingur stærstu útgerða stefna í þrot án fyrningar 16. maí 2010 14:21 Elín ræðir málin. Myndina er að finna á vefsíðunni Skutull.is Elín Björg Ragnarsdóttir framkvæmdastýra Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda sagði á opnum sjávarútvegsfundi á Ísafirði s.l. miðvikudag að samkvæmt skýrslu Rannsóknar- og þróunarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri sé skuldarstaða 12 af 20 stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna mjög slæm. „Ef vitnað er í skýrslu sem unnin var af rannsóknar- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri, þá sömu og notuð hefur verið til að rökstyðja að ekki megi hrófla við kerfinu þá riði allt til falls, má sjá að stór hluti fyrirtækjanna riðar nú þegar til falls þó svo að kerfið yrði óbreytt", segir Elín. Fjallað er um málið á vefsíðunni Skutull.is. „ Hvernig má það vera að af 20 stærstu fyrirtækjunum sem ráða yfir tæpum 70% aflaheimilda séu aðeins 2 þeirra skuldlaus? Sex eru í góðri stöðu, 9 eru í mjög erfiðri stöðu þar sem brugðið getur til beggja vona en þrjú eru í óviðráðanlegri stöðu. Hvernig stendur á því að 12 af 20 stærstu fyrirtækjunum í sjávarútvegi eru í þessari stöðu? Ef núverandi kerfi er svo gott að engu má breyta?" Elín segir að þessi 12 fyrirtæki ráði yfir tæplega 40% af aflaheimildum. Hún segir skýrsluna einnig sýna að gríðarleg skuldaaukning var uppúr árinu 2003. „Hvernig stendur á því? Þarf ekki að skoða það vel áður en þvi er slegið föstu að allar leiðir til breytinga séu ófærar." Hún spyr í framsögu sinni hvernig það sé rökstutt að fyrirtæki geti greitt allt að 4000 kr. á kíló fyrir aflaheimildir en geti alls ekki greitt sanngjarna leigu fyrir afnot að auðlindinni. „Getur það verið að leikurinn hafi verið sá að menn keyptu lítilræði af aflaheimildum á allt að 4000 kr. kílóið og hafi svo eignfært verðmætið af þeim aflaheimildum sem þeir áttu fyrir á allt að 4000 kr. kílóið? Þar með skapað eign í fyrirtækinu hægt var að nota sem andlag veðs og þar með fá lán til kaupa á skuldabréfavafningum, hlutabréfum og fleiru sem síðan var verðlaust árið 2008." Hún spyr hvort stjórnendur hafi verið að „gambla" í greinum alls óskyldum sjávarútvegi og tapað í þeim áhættuleik. „Ef það er raunin eiga slík fyrirtæki ekki einfaldlega að fara á hausinn, heldur komast í eigu aðila sem kunna og geta rekið slík fyrirtæki." Elín minntist á rannsóknarskýrslu um bankahrun og sagði skýrsluna sýna að ýmislegt hafi verið rotið og það innan frá. „Því miður var þáttur sjávarútvegsins ekki skoðaður nógu ítarlega í þeirri skýrslu." Hún segir að full þörf sé á að skoða sjávarútveg einan og sér og svo virðist að margir kjarnar þjóðfélalgsins séu jafn sýktir og þeir sem til rannsóknar voru. Elín segir að „full ástæða sé til að skoða tengsl þeirra manna sem teljast til hagsmunaaðila í sjávarútvegi og hvernig valdi er mögulega misbeitt," að því er greint er frá á vefsíðunni Skutull, sem er landsmálavefur á Vestfjörðum. Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Elín Björg Ragnarsdóttir framkvæmdastýra Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda sagði á opnum sjávarútvegsfundi á Ísafirði s.l. miðvikudag að samkvæmt skýrslu Rannsóknar- og þróunarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri sé skuldarstaða 12 af 20 stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna mjög slæm. „Ef vitnað er í skýrslu sem unnin var af rannsóknar- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri, þá sömu og notuð hefur verið til að rökstyðja að ekki megi hrófla við kerfinu þá riði allt til falls, má sjá að stór hluti fyrirtækjanna riðar nú þegar til falls þó svo að kerfið yrði óbreytt", segir Elín. Fjallað er um málið á vefsíðunni Skutull.is. „ Hvernig má það vera að af 20 stærstu fyrirtækjunum sem ráða yfir tæpum 70% aflaheimilda séu aðeins 2 þeirra skuldlaus? Sex eru í góðri stöðu, 9 eru í mjög erfiðri stöðu þar sem brugðið getur til beggja vona en þrjú eru í óviðráðanlegri stöðu. Hvernig stendur á því að 12 af 20 stærstu fyrirtækjunum í sjávarútvegi eru í þessari stöðu? Ef núverandi kerfi er svo gott að engu má breyta?" Elín segir að þessi 12 fyrirtæki ráði yfir tæplega 40% af aflaheimildum. Hún segir skýrsluna einnig sýna að gríðarleg skuldaaukning var uppúr árinu 2003. „Hvernig stendur á því? Þarf ekki að skoða það vel áður en þvi er slegið föstu að allar leiðir til breytinga séu ófærar." Hún spyr í framsögu sinni hvernig það sé rökstutt að fyrirtæki geti greitt allt að 4000 kr. á kíló fyrir aflaheimildir en geti alls ekki greitt sanngjarna leigu fyrir afnot að auðlindinni. „Getur það verið að leikurinn hafi verið sá að menn keyptu lítilræði af aflaheimildum á allt að 4000 kr. kílóið og hafi svo eignfært verðmætið af þeim aflaheimildum sem þeir áttu fyrir á allt að 4000 kr. kílóið? Þar með skapað eign í fyrirtækinu hægt var að nota sem andlag veðs og þar með fá lán til kaupa á skuldabréfavafningum, hlutabréfum og fleiru sem síðan var verðlaust árið 2008." Hún spyr hvort stjórnendur hafi verið að „gambla" í greinum alls óskyldum sjávarútvegi og tapað í þeim áhættuleik. „Ef það er raunin eiga slík fyrirtæki ekki einfaldlega að fara á hausinn, heldur komast í eigu aðila sem kunna og geta rekið slík fyrirtæki." Elín minntist á rannsóknarskýrslu um bankahrun og sagði skýrsluna sýna að ýmislegt hafi verið rotið og það innan frá. „Því miður var þáttur sjávarútvegsins ekki skoðaður nógu ítarlega í þeirri skýrslu." Hún segir að full þörf sé á að skoða sjávarútveg einan og sér og svo virðist að margir kjarnar þjóðfélalgsins séu jafn sýktir og þeir sem til rannsóknar voru. Elín segir að „full ástæða sé til að skoða tengsl þeirra manna sem teljast til hagsmunaaðila í sjávarútvegi og hvernig valdi er mögulega misbeitt," að því er greint er frá á vefsíðunni Skutull, sem er landsmálavefur á Vestfjörðum.
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira