Viðskipti innlent

Standard & Poors setur Íbúðalánasjóð á athugunarlista

Matsfyrirtækið Standard & Poors greindi frá því í dag 6. janúar 2010, að það hefði sett Íbúðalánasjóð (ÍLS) á athugunarlista með neikvæðum vísbendingum.

Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallarinnar. Í rökstuðningi Standard & Poors er vísað til lánshæfismats ríkissjóðs enda er sjóðurinn eigandi ÍLS. Bent er á nýlega breytingu á lánshæfismati ríkissjóðs en Standard & Poors er búið að breyta horfum sínum þar úr stöðugum í neikvæðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×