Viðskipti innlent

Fjárfestar veðja á hækkandi verðbólgu vegna synjunar

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson.

Heildarvelta skuldabréfa nam tæpum 20 milljörðum króna í dag GAMMA. Greinilegt er að fjárfestar eru í miklu mæli að reyna að losa sig við óverðtryggð skuldabréf sem þýðir að þeir reikni með að verðbólga hækki verulega á næstunni. Þessa veltu má rekja beint til ákvörðunar Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands.

Heildarvelta skuldabréfa voru 19.75 milljarðar. Heildarvelta verðtryggðra íbúðabréfa voru 6,22 milljarðar á meðan heildarvelta óverðtryggðra ríkisbréfa voru 13,54 milljarðar.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,53%. Þróun gærdagsins með hækkun verðtryggðra bréfa á móti lækkun óverðtryggðra bréfa hélt áfram og hækkaði GAMMA: Verðtryggt um 0,83% í 6,2ma viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,33% í 13,5ma viðskiptum - er nú mánaðarlækkun óverðtryggðra bréfa orðin 0,61%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×