Erlent

Írönum bannað að tala við BBC

Íranar kenna erlendum áhrifum um mótmæli síðustu missera.
Íranar kenna erlendum áhrifum um mótmæli síðustu missera.

Írönsk yfirvöld hafa skorið á öll samskipti við fleiri en 60 erlendar stofnanir, þar á meðal breska ríkisútvarpið BBC. Íranskir stjórnarherrar halda því fram að óróa undanfarinna mánuða í landinu megi rekja til utanaðkomandi afskipta og hafa því ýmsar stofnanir og félagassamtök verið sett á svartan lista.

Írönum hefur því verið bannað að tala við erindreka þessara stofnana og þar á meðal eru starfsmenn BBC en þar á bæ settu menn nýlega í loftið sjónvarpsstöð á Farsi, tungumálinu sem talað er í Íran.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×