Viðskipti innlent

Steingrímur: Við erum ekki á leið í greiðsluþrot

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir í samtali við breska blaðið Daily Telegraph að hann telji ekki að nokkuð bendi til þess að Ísland lendi í greiðsluþroti. Hann segir þó að þolinmæði gagnvart Íslandi sé að renna út. Þetta sagði Steingrímur við blaðið aðspurður um viðbrögð við því að Standard & Poors færði lánshæfismat Íslands í neikvæðar horfur.

Ástæða þess að horfum á lánshæfismati ríkissjóðs Íslands er breytt er möguleg vaxandi stjórnmálaleg óvissa í kjölfar þess að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, beitti neitunarvaldi gagnvart „Icesave-lögunum" sem Alþingi samþykkti 30. desember 2009.

Áður hafði lánshæfismatsfyrirtækið Fitch fært ríkissjóð Íslands í ruslflokk.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×