Viðskipti innlent

Skuldatryggingaálag ríkissjóðs orðið hærra en hjá Dubai

Ekkert lát hefur verið á hækkunum á skuldatrygginaálagi ríkissjóðs síðan um hádegisbilið í gærdag. Samkvæmt Credit Market Analysis er álagið komið í rúma 458 punkta og er orðið hærra en álagið hjá Dubai sem stendur í 432 punktum.

Skuldatryggingaálagið á ríkissjóðs fór hratt lækkandi um miðbik síðasta árs og fram á veturinn þegar það tók kipp uppá við í kjölfar þess að Dubai lenti í miklum fjárhagserfiðleikum í nóvember. Raunar hækkaði álagið hjá flestum þjóðum við fréttirnar frá Dubai.

Í byrjun október var skuldatryggingaálagið komið niður í 350 punkta samkvæmt mælingu CMA og hefur því hækkað um rúma 100 punkta síðan þá. Er nær þriðjungur af hækkuninni tilkominn eftir ákvörðun forsetans í Icesave málinu.

Skuldatryggingaálag á ríkissjóð í 458 punktum samsvarar því að reiða þurfi fram nær 4,6% af nafnverði skuldabréfs til að tryggja eiganda þess gegn greiðslufalli næstu 5 árin.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×