Viðskipti innlent

Greining: Frekari stýrivaxtalækkanir eru úr sögunni í bili

Greining Arion Banka segir að afleiðingar af ákvörðun forseta Íslands í Icesavemálinu verði þær að vonir um stýrivaxtalækkanir hljóta að vera úr sögunni í bili.

Ekki lengur hægt að útiloka vaxtahækkanir á næsta vaxtaákvörðunarfundi sem er eftir þrjár vikur. Að minnnsta kosti virðast óbreyttir vextir líklegasta niðurstaðan á þeim fundi. Þetta kemur fram í Markaðspunktum greiningarinnar.

Greiningin gerir að umtalsefni að á skuldabréfamarkaðinum í gær varð mikill flótti meðal fjárfesta úr óverðtryggðum skuldabréfum en veltan með þau nam rúmum 13 milljörðum kr. eftir að forsetinn tilkynnti ákvörðun sín skömmu fyrir hádegið. Þetta þýði að menn eigi von á meiri verðbólgu á næstunni en spáð hefur verið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×