Ísland í ruslflokk og í einangrun 6. janúar 2010 04:30 Ólafur Ísleifsson Mynd/Anton Brink Lánshæfiseinkunn Íslands er komin í ruslflokk samkvæmt mati sem breska matsfyrirtækið Fitch Ratings gaf út síðdegis í gær í kjölfar þess að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, neitaði að staðfesta lög frá Alþingi vegna Icesave-saminga við Breta og Hollendinga. Paul Rawkins hjá Fitch í London segir ákvörðun forseta Íslands skapa nýja bylgju af óvissu í stjórnmálum, fjármálum og efnahagsmálum Íslendinga. „Hún táknar einnig mikinn afturkipp í viðleitni Íslands til að endurreisa eðlileg fjármálasamskipti við umheiminn," segir Rawkins í frétt frá Fitch. Bandaríska matsfyrirtækið Standard & Poor"s lækkaði hins vegar ekki lánshæfismat sitt en metur nú horfurnar á Íslandi neikvæðar í staðinn fyrir stöðugar eins og hafði verið gert frá því Alþingi samþykkti Icesave-lögin fyrir áramót. Mat fyrirtæksins á lánshæfi Íslands gæti þó lækkað um einn eða tvo punkta innan mánaðar. Búast mætti við seinkun á fjárhagsaðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ólafur Ísleifsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir að meta verði ákvörðun Fitch í ljósi aðstæðna. „Hér hefur allur aðgangur að erlendum lánamörkuðum verið lokaður í tvö ár. Aðstaða okkar á þeim tíma er aðstaða þess sem er í ruslflokki og við höfum ekki getað fengið lán nema á mjög óhagstæðum kjörum. Þessi ákvörðun Fitch núna breytir engu um þá staðreynd þótt hún sé í sjálfu sér ekki fallin til að bæta stöðuna," segir Ólafur. Þá segir Ólafur ekki úr vegi að nefna að Fitch rekur starfsemi sína í London. „Það er Breti sem talar fyrir fyrirtækið og kannski skýrir það hversu fljótt það er til og er á undan amerísku matsfyrirtækjunum. Það er mikilvægt að sannfæra matsfyrirtæki og aðra slíka aðila um að ákvörðun forsetans felur ekki í sér vanefnd af neinu tagi á erlendum skuldbindingum af hálfu Íslendinga," segir hann. Rawkins segir að efnahagsleg og eignaleg staða Íslands sé svo bágborin að lánshæfi ríkisins nái ekki máli sem fjárfestingarkostur. Fitch hafi ætíð sagt lausn Icesave-deilunnar, með tvíhliða samkomulagi við Breta og Hollendinga, vera forsendu þess að endurreisa lánshæfi Íslands. Óvissa um lán AGS og önnur lán til Íslands hafi nú verið endurvakin. Þess utan trufli þetta enn frekar áætlun um afnám gjaldeyrishafta og hefði sömuleiðis slæm áhrif á viðleitni til að skapa trúverðugt gengi á íslensku krónunni á frjálsum markaði. „Þetta neikvæða útlit heldur áfram að endurspegla viðvarandi óvissu um lausn Icesave-deilunnar, möguleikana á meiri einangrun Íslands á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og hættuna á því að núverandi áætlun um efnahagslegan stöðugleika og endurreisn muni kollsteypast," segir í mati Fitch Ratings. gar@frettabladid.is Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Lánshæfiseinkunn Íslands er komin í ruslflokk samkvæmt mati sem breska matsfyrirtækið Fitch Ratings gaf út síðdegis í gær í kjölfar þess að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, neitaði að staðfesta lög frá Alþingi vegna Icesave-saminga við Breta og Hollendinga. Paul Rawkins hjá Fitch í London segir ákvörðun forseta Íslands skapa nýja bylgju af óvissu í stjórnmálum, fjármálum og efnahagsmálum Íslendinga. „Hún táknar einnig mikinn afturkipp í viðleitni Íslands til að endurreisa eðlileg fjármálasamskipti við umheiminn," segir Rawkins í frétt frá Fitch. Bandaríska matsfyrirtækið Standard & Poor"s lækkaði hins vegar ekki lánshæfismat sitt en metur nú horfurnar á Íslandi neikvæðar í staðinn fyrir stöðugar eins og hafði verið gert frá því Alþingi samþykkti Icesave-lögin fyrir áramót. Mat fyrirtæksins á lánshæfi Íslands gæti þó lækkað um einn eða tvo punkta innan mánaðar. Búast mætti við seinkun á fjárhagsaðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ólafur Ísleifsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir að meta verði ákvörðun Fitch í ljósi aðstæðna. „Hér hefur allur aðgangur að erlendum lánamörkuðum verið lokaður í tvö ár. Aðstaða okkar á þeim tíma er aðstaða þess sem er í ruslflokki og við höfum ekki getað fengið lán nema á mjög óhagstæðum kjörum. Þessi ákvörðun Fitch núna breytir engu um þá staðreynd þótt hún sé í sjálfu sér ekki fallin til að bæta stöðuna," segir Ólafur. Þá segir Ólafur ekki úr vegi að nefna að Fitch rekur starfsemi sína í London. „Það er Breti sem talar fyrir fyrirtækið og kannski skýrir það hversu fljótt það er til og er á undan amerísku matsfyrirtækjunum. Það er mikilvægt að sannfæra matsfyrirtæki og aðra slíka aðila um að ákvörðun forsetans felur ekki í sér vanefnd af neinu tagi á erlendum skuldbindingum af hálfu Íslendinga," segir hann. Rawkins segir að efnahagsleg og eignaleg staða Íslands sé svo bágborin að lánshæfi ríkisins nái ekki máli sem fjárfestingarkostur. Fitch hafi ætíð sagt lausn Icesave-deilunnar, með tvíhliða samkomulagi við Breta og Hollendinga, vera forsendu þess að endurreisa lánshæfi Íslands. Óvissa um lán AGS og önnur lán til Íslands hafi nú verið endurvakin. Þess utan trufli þetta enn frekar áætlun um afnám gjaldeyrishafta og hefði sömuleiðis slæm áhrif á viðleitni til að skapa trúverðugt gengi á íslensku krónunni á frjálsum markaði. „Þetta neikvæða útlit heldur áfram að endurspegla viðvarandi óvissu um lausn Icesave-deilunnar, möguleikana á meiri einangrun Íslands á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og hættuna á því að núverandi áætlun um efnahagslegan stöðugleika og endurreisn muni kollsteypast," segir í mati Fitch Ratings. gar@frettabladid.is
Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira