Erlent

Yngsti brotamaður Bretlands aðeins þriggja ára

Yngsti barnabófi Bretlands. Athugið að myndin er sviðsett.
Yngsti barnabófi Bretlands. Athugið að myndin er sviðsett.

Þriggja ára gamall drengur sætir rannsókn lögreglunnar í Skotlandi en hann er grunaður um skemmdarverk og óspektir. Áður var yngsti barnabófinn aðeins sex ára gamall.

Lögreglan í Bretlandi rannsakar tíu börn sem eru fimm ára og yngri vegna afbrota sem þau hafa framið. Þriggja ára drengurinn var til rannsóknar í sumar. Það voru íbúar í Strathclyde sem kvörtuðu undan barninu en hann er grunaður um að hafa unnið skemmdaverk á húsi þeirra.

Chris Grayling, ráðherra í Skotlandi, sagði í viðtali við The Sunday Times að hann hefði áhyggjur af þessari skuggalegu þróun. Í Skotlandi er lágmarksaldur þeirra sem má refsa, aðeins átta ár. Það er lægsti refsialdur í Evrópu.

Chris segir málið varpa ljósi á hrikalegar og undirliggjandi félagslegar aðstæður í Bretlands.

„Þetta er hluti af flókinni heildarmynd sem við köllum hið brotna Bretland," segir Chris.

The Sunday Times greindi frá því að 6000 afbrot hafa verið framin af börnum undir tíu ára aldri á síðastliðnum þremur árum. Þar á meðal er alvarlegar líkamsárásir, jafnvel nauðganir.

Fyrr í þessum mánuði voru Bretar slegnir óhug þegar 10 og 12 ára gamlir bræður gengu hrottalega í skrokk á tveimur drengjum. Bræðurnir fengu mánaðarlangan dóm fyrir árásina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×