Veðlán Seðlabankans kostuðu 30% af tekjum ríkissjóðs 11. september 2009 09:15 Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 200 milljarða króna árið 2008, eða 13,6% af landsframleiðslu og 30,6% af tekjum þess. Til samanburðar var tekjuafkoman jákvæð um 5,4% af landsframleiðslu 2007 og 6,3% árið 2006. Þessi skarpi viðsnúningur skýrist fyrst og fremst af 192,2 milljarða króna yfirtöku ríkissjóðs á töpuðum kröfum vegna veðlána Seðlabanka Íslands en án hennar var tekjuafkoman neikvæð um 8 milljarða króna eða 0,5% af landsframleiðslu. Þetta kemur fram í Hagtíðindum í efnisflokknum þjóðhagsreikningar um fjármál hins opinbera árið 2008 sem birt hafa verið að vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir að af yfirtökunni undanskilinni jukust útgjöld hins opinbera um 19,6% milli ára á sama tíma og skatttekjur jukust um aðeins 2%. Vegna umfangs ríkissjóðs ræður tekjuafkoma hans að sjálfsögðu miklu um þróun í afkomu hins opinbera í heild. Tekjuafkoma sveitarfélaga hefur einnig snúist til verri vegar, en á árinu 2008 nam tekjuhalli þeirra 12,9 milljörðum króna eða 0,9% af landsframleiðslu og 6,7% af tekjum þeirra. Tekjur hins opinbera reyndust 654 milljarðar króna 2008 og hækkuðu um 30 milljarða króna milli ára eða 4,8%, en lækkuðu um 6,4% að raunvirði miðað við verðvísitölu landsframleiðslu. Sem hlutfall af landsframleiðslu námu þær 44,3% samanborið við 47,9% árið 2007 og hafa því lækkað umtalsvert á þennan mælikvarða. Útgjöld hins opinbera námu hins vegar 854 milljörðum króna árið 2008 og hækkuðu um 300 milljarða króna milli ára, eða úr 42,5% af landsframleiðslu árið 2007 í 57,8% árið 2008. Að yfirtöku ríkissjóðs á töpuðum kröfum Seðlabankans undanskilinni hækkuðu útgjöld hins opinbera um 6,8% að raunvirði milli ára og námu 44,8% af landsframleiðslu. Heildarútgjöld til heilbrigðismála voru 135,2 milljarðar króna 2008, eða 9,2% af lands-framleiðslu. Þar af var hlutur hins opinbera 111,7 milljarðar króna en hlutur heimila 23,5 milljarðar, eða 17,4% af útgjöldunum. Til fræðslumála var ráðstafað 122,4 milljörðum króna á árinu 2008, eða 8,3% af landsframleiðslu. Þar af var fjármögnun hins opinbera 111,8 milljarðar króna og hlutur heimilanna 10,5 milljarðar króna, eða 8,6%. Til almannatrygginga og velferðarmála ráðstafaði hið opinbera 132 milljörðum króna 2008, eða 8,9% af landsframleiðslu, og nam hækkunin milli ára 20,5 milljörðum króna. Hrein peningaleg eign hins opinbera, þ.e. peningaleg eign umfram skuldir, var neikvæð um 293,5 milljarða króna í árslok 2008, eða sem svarar 19,9% af landsframleiðslu. Hún hafði versnað um 307 milljarða króna milli ára eða um 20,9% af landsframleiðslu. Peningalegar eignir hins opinbera námu 1.128 milljörðum króna í árslok 2008 og heildarskuldir 1.422 milljörðum króna. Rétt er að vekja athygli á því að 300 milljarða króna hlutafjárvilyrði ríkissjóðs og fjármögnun þess vegna yfirtöku bankanna 2008 er ekki meðtalin í peningalegum eignum og skuldum hins opinbera í árslok 2008 til samræmis við uppgjör ríkissjóðs. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 200 milljarða króna árið 2008, eða 13,6% af landsframleiðslu og 30,6% af tekjum þess. Til samanburðar var tekjuafkoman jákvæð um 5,4% af landsframleiðslu 2007 og 6,3% árið 2006. Þessi skarpi viðsnúningur skýrist fyrst og fremst af 192,2 milljarða króna yfirtöku ríkissjóðs á töpuðum kröfum vegna veðlána Seðlabanka Íslands en án hennar var tekjuafkoman neikvæð um 8 milljarða króna eða 0,5% af landsframleiðslu. Þetta kemur fram í Hagtíðindum í efnisflokknum þjóðhagsreikningar um fjármál hins opinbera árið 2008 sem birt hafa verið að vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir að af yfirtökunni undanskilinni jukust útgjöld hins opinbera um 19,6% milli ára á sama tíma og skatttekjur jukust um aðeins 2%. Vegna umfangs ríkissjóðs ræður tekjuafkoma hans að sjálfsögðu miklu um þróun í afkomu hins opinbera í heild. Tekjuafkoma sveitarfélaga hefur einnig snúist til verri vegar, en á árinu 2008 nam tekjuhalli þeirra 12,9 milljörðum króna eða 0,9% af landsframleiðslu og 6,7% af tekjum þeirra. Tekjur hins opinbera reyndust 654 milljarðar króna 2008 og hækkuðu um 30 milljarða króna milli ára eða 4,8%, en lækkuðu um 6,4% að raunvirði miðað við verðvísitölu landsframleiðslu. Sem hlutfall af landsframleiðslu námu þær 44,3% samanborið við 47,9% árið 2007 og hafa því lækkað umtalsvert á þennan mælikvarða. Útgjöld hins opinbera námu hins vegar 854 milljörðum króna árið 2008 og hækkuðu um 300 milljarða króna milli ára, eða úr 42,5% af landsframleiðslu árið 2007 í 57,8% árið 2008. Að yfirtöku ríkissjóðs á töpuðum kröfum Seðlabankans undanskilinni hækkuðu útgjöld hins opinbera um 6,8% að raunvirði milli ára og námu 44,8% af landsframleiðslu. Heildarútgjöld til heilbrigðismála voru 135,2 milljarðar króna 2008, eða 9,2% af lands-framleiðslu. Þar af var hlutur hins opinbera 111,7 milljarðar króna en hlutur heimila 23,5 milljarðar, eða 17,4% af útgjöldunum. Til fræðslumála var ráðstafað 122,4 milljörðum króna á árinu 2008, eða 8,3% af landsframleiðslu. Þar af var fjármögnun hins opinbera 111,8 milljarðar króna og hlutur heimilanna 10,5 milljarðar króna, eða 8,6%. Til almannatrygginga og velferðarmála ráðstafaði hið opinbera 132 milljörðum króna 2008, eða 8,9% af landsframleiðslu, og nam hækkunin milli ára 20,5 milljörðum króna. Hrein peningaleg eign hins opinbera, þ.e. peningaleg eign umfram skuldir, var neikvæð um 293,5 milljarða króna í árslok 2008, eða sem svarar 19,9% af landsframleiðslu. Hún hafði versnað um 307 milljarða króna milli ára eða um 20,9% af landsframleiðslu. Peningalegar eignir hins opinbera námu 1.128 milljörðum króna í árslok 2008 og heildarskuldir 1.422 milljörðum króna. Rétt er að vekja athygli á því að 300 milljarða króna hlutafjárvilyrði ríkissjóðs og fjármögnun þess vegna yfirtöku bankanna 2008 er ekki meðtalin í peningalegum eignum og skuldum hins opinbera í árslok 2008 til samræmis við uppgjör ríkissjóðs.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira