Viðskipti innlent

Óbreyttir stýrivextir

Sven Harald Oygard seðlabankastjóri.
Sven Harald Oygard seðlabankastjóri. Mynd/Anton Brink

Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 12 prósentum. Bankinn gerir nánari grein fyrir ákvörðuninni klukkan ellefu.

Ákvörðun ráðsins er í samræmi við spár sérfræðinga sem almennt höfðu spáð óbreyttum vöxtum enda hafi krónan lækkað en ekki hækkað frá síðasta stýrivaxtadegi og því ekki aðstæður til lækkunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×