Viðskipti innlent

Fyrsta TEDx-ráðstefnan fjölsótt og vel heppnuð

Gestir skemmtu sér vel á ráðstefnunni eins og sjá má.
Gestir skemmtu sér vel á ráðstefnunni eins og sjá má. Mynd/Anton
Fjölmargir sóttu fyrstu TEDx-ráðstefnuna sem var haldin í Reykjavík í gær. Íslenskir fyrirlesarar komu fram og fluttu innblásnar ræður um hin ýmsu efni sem tengjast því sem TEDx stendur fyrir, Technology, Entertainment, Design; eða tækni, skemmtun og hönnun á íslensku. Auk þess var örfyrirlestrum varpað á skjá, svokölluðum TED-TAlk, eftir hina ýmsu athafnamenn og konur.

Nánar má fræðast um ráðstefnuna og efni hennar á http://tedxreykjavik.com/# .

Á síðunni www.ted.com er að finna allar upplýsingar um TED auk þess sem hægt er að horfa á fyrirlestra þar.

Þeir fyrirlestrar sem notendur síðunnar hafa sent oftast síðustu viku í tölvupósti fjalla um fjölbreytileg efni á borð við sköpunargáfu, arkitektúr og innsæi.

x





Fleiri fréttir

Sjá meira


×