Er plús mínus? 5. nóvember 2009 06:00 Margt skrítið hefur verið sagt um lán og lántökukostnað síðustu mánuðina. Sumir þeirra sem taka þátt í opinberri umræðu um þau mál virðast hafa þann tilgang helstan að rugla fólk í ríminu og koma af stað misskilningi. Nú síðast er ruglað saman verðinu sem greitt er fyrir þjónustu lánastofnana og magni þeirrar þjónustu sem seld er. Skoðum það á eftir, en skoðum fyrst viðskipti Arnars og Birgis við leigusala. Gefum okkur að Arnar leigi 100 fm íbúð í eitt ár en Birgir leigi jafn stóra íbúð í 10 ár. Báðir borga 50 þúsund krónur í leigu á mánuði. Heildarleigugjald Arnars verður 600 þúsund krónur, heildarleigugjald Birgis verður 6 milljónir króna. Allt er það eðlilegt og engum dytti í hug að saka leigusalann um að vera dýrseldari á þjónustuna við Birgi en Arnar. Gefum okkur að Anna og Birna taki báðar 1 milljónar króna óverðtryggt lán. Vextir eru 5% og greiðist árlega eftirá. Höfuðstóll greiðist í einu lagi í lok lánstímans (svona lán eru stundum kölluð kúlulán). Lán Önnu er til 1 árs og lán Birnu er til 10 ára. Við lok fyrsta ársins greiðir Anna 50 þúsund krónur í vexti og höfuðstólinn til baka, samtals 1.050.000 krónur. Birna greiðir 50.000 krónur og síðan 50.000 krónur um hver áramót. Að 10 árum liðnum greiðir hún 50.000 krónur í vexti auk höfuðstólsins. Samtals hefur Birna fengið 1 milljón og greitt 1,5 milljónir meðan Anna hefur fengið 1 milljón og greitt 1 milljón og 50 þúsund krónur. Er þá ekki lán Birnu 10 sinnum dýrara en lán Önnu? Svarið er nei. Þann tíma sem þær nutu sömu þjónustu hjá lánveitanda sínum greiddu þær nákvæmlega sömu upphæð fyrir þá þjónustu, 50 þúsund krónur fyrir að hafa 1 milljón króna að láni í eitt ár. Það að Birna ákvað að kaupa þjónustuna 9 árum lengur en Anna breytir nákvæmlega engu um þá staðreynd. Að þessu leytinu til er enginn munur á því að leigja íbúð og að leigja peninga. Í báðum tilvikum ræðst upphæð heildargreiðslunnar af mánaðarleigunni og lengd leigutímans, eins og eðlilegt er. Í kjölfar bankahruns og samdráttar í atvinnu standa nú margir einstaklingar og mörg heimili í þeim sporum að eiga í erfiðleikum með að greiða lán sín niður jafn hratt og áætlað var þegar lánin voru upphaflega tekin. Þessum aðilum stendur nú til boða að breyta lánum sínum. Í raun er verið að bjóða þeim að kaupa meiri þjónustu á óbreyttum kjörum. Er það hagstætt eða óhagstætt? Það fer eftir því hvaða aðra möguleika viðkomandi lánþegi hefur. Ef hann getur fengið ódýrara fjármagn annars staðar á hann að sjálfsögðu að notfæra sér það. Ef aðrir lántökumöguleikar eru dýrari er hagstætt að að taka greiðslujöfnunartilboði stjórnvalda. Þeir sem eru í vafa um hvað sé þeim hagstæðast ættu að leita ráða hjá fagfólki, verkalýðsfélögum, lífeyrissjóðum, Íbúðalánasjóði eða Ráðgjafastöð heimilanna. Lánþegar sem eiga í greiðsluvanda ættu ekki að leita ráða hjá lýðskrumurum og hálf-pólitískum lukkuriddurum. Þeir virðast vilja fá sem flesta með sér fram af hengifluginu. Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til Bretlands Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Sjá meira
Margt skrítið hefur verið sagt um lán og lántökukostnað síðustu mánuðina. Sumir þeirra sem taka þátt í opinberri umræðu um þau mál virðast hafa þann tilgang helstan að rugla fólk í ríminu og koma af stað misskilningi. Nú síðast er ruglað saman verðinu sem greitt er fyrir þjónustu lánastofnana og magni þeirrar þjónustu sem seld er. Skoðum það á eftir, en skoðum fyrst viðskipti Arnars og Birgis við leigusala. Gefum okkur að Arnar leigi 100 fm íbúð í eitt ár en Birgir leigi jafn stóra íbúð í 10 ár. Báðir borga 50 þúsund krónur í leigu á mánuði. Heildarleigugjald Arnars verður 600 þúsund krónur, heildarleigugjald Birgis verður 6 milljónir króna. Allt er það eðlilegt og engum dytti í hug að saka leigusalann um að vera dýrseldari á þjónustuna við Birgi en Arnar. Gefum okkur að Anna og Birna taki báðar 1 milljónar króna óverðtryggt lán. Vextir eru 5% og greiðist árlega eftirá. Höfuðstóll greiðist í einu lagi í lok lánstímans (svona lán eru stundum kölluð kúlulán). Lán Önnu er til 1 árs og lán Birnu er til 10 ára. Við lok fyrsta ársins greiðir Anna 50 þúsund krónur í vexti og höfuðstólinn til baka, samtals 1.050.000 krónur. Birna greiðir 50.000 krónur og síðan 50.000 krónur um hver áramót. Að 10 árum liðnum greiðir hún 50.000 krónur í vexti auk höfuðstólsins. Samtals hefur Birna fengið 1 milljón og greitt 1,5 milljónir meðan Anna hefur fengið 1 milljón og greitt 1 milljón og 50 þúsund krónur. Er þá ekki lán Birnu 10 sinnum dýrara en lán Önnu? Svarið er nei. Þann tíma sem þær nutu sömu þjónustu hjá lánveitanda sínum greiddu þær nákvæmlega sömu upphæð fyrir þá þjónustu, 50 þúsund krónur fyrir að hafa 1 milljón króna að láni í eitt ár. Það að Birna ákvað að kaupa þjónustuna 9 árum lengur en Anna breytir nákvæmlega engu um þá staðreynd. Að þessu leytinu til er enginn munur á því að leigja íbúð og að leigja peninga. Í báðum tilvikum ræðst upphæð heildargreiðslunnar af mánaðarleigunni og lengd leigutímans, eins og eðlilegt er. Í kjölfar bankahruns og samdráttar í atvinnu standa nú margir einstaklingar og mörg heimili í þeim sporum að eiga í erfiðleikum með að greiða lán sín niður jafn hratt og áætlað var þegar lánin voru upphaflega tekin. Þessum aðilum stendur nú til boða að breyta lánum sínum. Í raun er verið að bjóða þeim að kaupa meiri þjónustu á óbreyttum kjörum. Er það hagstætt eða óhagstætt? Það fer eftir því hvaða aðra möguleika viðkomandi lánþegi hefur. Ef hann getur fengið ódýrara fjármagn annars staðar á hann að sjálfsögðu að notfæra sér það. Ef aðrir lántökumöguleikar eru dýrari er hagstætt að að taka greiðslujöfnunartilboði stjórnvalda. Þeir sem eru í vafa um hvað sé þeim hagstæðast ættu að leita ráða hjá fagfólki, verkalýðsfélögum, lífeyrissjóðum, Íbúðalánasjóði eða Ráðgjafastöð heimilanna. Lánþegar sem eiga í greiðsluvanda ættu ekki að leita ráða hjá lýðskrumurum og hálf-pólitískum lukkuriddurum. Þeir virðast vilja fá sem flesta með sér fram af hengifluginu. Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun