Viðskipti innlent

Metanól á bíla að ári

Útblástur frá orkuveri HS Orku á Svartsengi verður virkjaður á næsta ári.Fréttablaðið/valli
Útblástur frá orkuveri HS Orku á Svartsengi verður virkjaður á næsta ári.Fréttablaðið/valli

„Við ætluðum að byrja fyrir ári. En hrunið tafði okkur,“ segir Andri Ottesen, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Carbon Recycling International.

Skóflustunga verður tekin að fyrstu verksmiðju fyrirtækisins við Svartsengi á Reykjanesi 17. október næstkomandi. Reiknað er með að verksmiðjan verði reist á ári og að því loknu hefjist framleiðsla á metanóli frá útblæstri orkuvers HS Orku. Metanólið verður í kjölfarið blandað bensíni og sett á markað fyrir bíla og ökutæki.

Stefnt er að því að framleiða 2,1 milljón lítra af metanóli á ári fyrsta kastið en rúmlega fjórar milljónir lítra þegar frá líður. Verksmiðjan er næsta sjálfvirk en gert er ráð fyrir að starfsmenn verði sex.

Stefnt er að því að tífalt stærri verksmiðja verði reist fljótlega á Reykjanesi, að sögn Andra.- jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×