Viðskipti innlent

Nauðungarsamningur Teymis staðfestur

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur í dag staðfest nauðasamning Teymis hf. sem samþykktur var með öllum greiddum atkvæðum hinn 4. júní sl.

Í tilkynningu segir að félagið mun í kjölfarið greiða allar kröfur á hendur félaginu í samræmi við frumvarp til nauðasamning.

Með þessu munu kröfuhafar Teymis eignast félagið að fullu ásamt dótturfélögum þess eins og áður hefur komið fram í fréttum.

Teymi er eignarhaldsfélag á sviði fjarskipta og upplýsingatækni. Meðal fyrirtækja í eigu Teymis má nefna Vodafone, Tal, Kögun, Skýrr og EJS.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×