Viðskipti innlent

37 milljarða hækkun Icesave lána á 5 dögum

Frá Icesave mótmælum á Austurvelli.
Frá Icesave mótmælum á Austurvelli.
Upphæð þeirra lána sem ríkisstjórn Íslands hyggst ábyrgjast vegna Icesave skuldbindinganna, nemur eins og komið hefur fram 2,2 milljörðum Sterlingspunda og 1,2 milljörðum Evra.

Síðan á föstudag hefur krónan lækkað um 6,8% gagnvart pundi og lækkkað um 3,7% gagnvart Evru.

Þessi mikla lækkun krónunnar gagnvart þessum tveimur gjaldmiðlum gerir það að verkum að höfuðstóll lánsins hefur hækkað í krónum talið um rúma 37,2 milljarða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×